Eftir erfiðar vikur var hressandi að fá góða frammistöðu og öruggan 3-0 sigur í síðasta heimaleik liðsins á tímabilinu, gegn Brentford síðastliðinn mánudag. Þá eru bara tveir leikir eftir af tímabilinu, sá fyrri þeirra verður spilaður á Amex-vellinum (eða Falmer-vellinum ef við sleppum sponsornum) í Brighton og Hove klukkan 16:30 á morgun. Dómari leiksins verður Andy Madley og VAR-dómari verður Chris Kavanagh.
Manchester United 1:1 Leicester City
Manchester United og Leicester City gerðu jafntefli á Old Trafford í dag. Leikurinn var hvorki nógu góður né skemmtilegur hjá Manchester United og baráttan fyrir Meistaradeildarsæti heldur áfram að verða erfiðari.
Helstu upplýsingar
Í upphitun fyrir þennan leik var leitt að því líkum að Leicester myndi stilla upp í 3-4-3 og United í 4-3-3 en þegar leikurinn hófst voru bæði lið í 4-2-3-1 uppstillingu. Ronaldo var ekki með vegna veikinda svo Manchester United stillti upp þessu byrjunarliði:
Leicester City heimsækir Old Trafford
Eftir dágott landsleikjafrí er komið aftur að alvörunni hjá okkar mönnum. Níu leikir eftir af tímabilinu, því miður allir í sömu keppninni. Baráttan heldur áfram um að tryggja sæti í Meistaradeildinni að ári. Næstir í röðinni eru Leicester City sem mæta á Old Trafford til að taka seinnipartsleik á laugardegi. Það er kominn sumartími á Bretlandi svo blásið verður til leiks klukkan 16:30 að íslenskum tíma. Dómari leiksins verður Andre Marriner. Michael Oliver verður í VAR-herberginu.
Manchester United 3:2 Tottenham Hotspur
Manchester United vann mikilvægan sigur í baráttunni um fjórða sætið þegar Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í 3-2 sigri á Tottenham Hotspur á Old Trafford. Leikurinn var fjörugur og skemmtilegur með alls konar færum og misvafasömum atvikum. Nú er bara að halda áfram á þessari braut og vonandi að Arsenal fari að tapa einhverjum stigum líka.
Dómari leiksins var Jonathan Moss.
Tottenham mætir á Old Trafford
Eftir háðuglega og verðskuldaða flengingu gegn Manchester City um síðustu helgi er komið að sex stiga Meistaradeilarsætisbaráttuleik gegn Tottenham Hotspur á Old Trafford. Gengi þessara liða hefur verið ansi rysjótt upp á síðkastið sem hefur gefið Arsenal dauðafæri á að ná tangarhaldi á fjórða sætinu. Krafan er að leikmenn bæti rækilega fyrir frammistöðuna í síðasta leik, sýni karakter og sæki nauðsynleg þrjú stig í þessum leik.