Eftir tíðindarmikla viku er komið að næsta leik liðsins í enska bikarnum. Næsti áfangastaður er Huish Park í Yeovil, rétt tæpir 370 kílómetrar í vegalengd á bíl frá Old Trafford. Heimamenn í Yeovil Town taka á móti Manchester United á föstudagskvöldi, ekki er langt síðan liðin mættust síðast í þessari keppni. Þá tryggðu Ander Herrera og Ángel Di María liðinu 2-0 sigur en hann var hreint ekki auðveldur.
Manchester United 2:0 Derby County
Manchester United hafði mikla yfirburði í leiknum gegn Derby í kvöld en það gekk hins vegar illa að klára færin. Derby varðist af hörku og freistuðu þess að halda í það minnsta hreinu. En Lingard og Lukaku voru á öðru máli og tryggðu að lokum sætið í 4. umferð enska bikarsins.
Byrjunarlið Manchester United í kvöld var svona:
Varamenn: J. Pereira, Darmian, Marcos Rojo, Fellaini, McTominay, Lukaku, Martial
Hrútaheimsókn í bikarnum
Það er komið að því að Manchester United hefji sína þátttöku í enska bikarnum þetta tímabilið. Andstæðingurinn í 3. umferð er Derby County. Þessi lið mættust einmitt síðast í þessari sömu keppni, það var í 4. umferðinni árið 2016. Þá spiluðu liðin á Pride Park og hafði Manchester United betur með 3 mörkum gegn 1. Liðið fór svo alla leið í keppninni það árið og endaði á að lyfta bikarnum. Í fyrra féll Manchester United úr leik í 8-liða úrslitum þegar liðið tapaði gegn Chelsea. Í þeim leik var United betri aðilinn þar til Ander Herrera fékk rautt spjald, þótti ýmsum það full harkalegur dómur. Chelsea tapaði svo úrslitaleiknum gegn Arsenal, sem hefur unnið enska bikarinn í 3 af síðustu 4 skipti. Þar með hefur Arsenal unnið bikarinn 13 sinnum en Manchester United 12 sinnum. Það er tölfræði sem Manchester United mætti alveg endilega lagfæra.
WBA 1:2 Manchester United
Eftir góðan fyrri hálfleik og óþarflega erfiðan seinni hálfleikur náði Manchester United að landa sigri gegn WBA. Þrjú stig til viðbótar og það er þegar ljóst að Manchester United er að eiga sinn besta fyrri hluta deildartímabils frá því Ferguson lét af störfum. Liðið er að auki búið að vinna 3 útileiki í röð sem hefur ekki gerst áður á þessu tímabili, gerðist síðast í febrúar. Og svo má líka benda á að liðið er komið yfir 40 stiga múrinn og ætti því að vera öruggt frá falli. Gleðileg jól!
Bournemouth kemur í heimsókn
Eftir vonbrigðin um síðustu helgi fáum við strax annan deildarleik á heimavelli. Tímabilið heldur áfram og næsti andstæðingur er Bournemouth. Manchester United er þrátt fyrir allt enn í 2. sæti og það mjög verðskuldað eftir spilamennskuna í vetur. Nú þarf liðið bara að sýna aftur hvað það getur á heimavelli og vinna þennan leik.
Chelsea er eina liðið af topppakkanum sem á þriðjudagsleik í þessari 17. umferð. Þeir mæta þá Huddersfield á útivelli. Toppliðið í Manchester City á útileik gegn Swansea City, Liverpool á heimaleik gegn WBA, Arsenal á útileik gegn nágrönnum sínum í West Ham United og Tottenham fær Brighton & Hove Albion í heimsókn. Á blaði ættu öll toppliðin að vinna sína leiki en við höfum nýleg dæmi um að þessir leikir fara ekki alltaf eftir gamla, góða blaðinu.