Þegar leikurinn hófst var ljóst að Chelsea, Liverpool og Arsenal höfðu tapað stigum í sínum leikjum. Manchester United var því í dauðafæri að láta vaða í þennan leik og taka áhættu, vitandi það að liðið væri hvort sem er með a.m.k. 3 stiga forskot á liðin fyrir neðan. Sigur gæti þýtt titilbaráttu.
En það fór því miður ekki svo vel. Þrátt fyrir að stilla upp liði sem á blaði virkaði sóknarsinnað þá gekk erfiðlega að halda bolta og spila. Manchester City á móti skoraði tvö mörk úr föstum leikatriðum og tók svo framherjann sinn út fyrir varnarmann til að klára leikinn. City jók forskot sitt á toppi deildarinnar og það verður að teljast ólíklegt að Pep púlli Keegan og kúðri forskotinu niður.