Góðu fréttirnar eru þær að Manchester United hefur ekki tapað gegn Huddersfield Town síðan í mars árið 1952. Manchester United hefur haft töluverða yfirburði í síðustu viðureignum félaganna. En það er líklega ágætt að hafa það í huga að síðast þegar liðin mættust þá skoraði George Best fyrir Manchester United. Það er, með öðrum orðum, kominn töluverður tími frá því þessi lið mættust síðast á fótboltavellinum.
Góð byrjun heldur áfram, meira samhengi
Aftur er dagskráin hjá Manchester United trufluð af landsleikjahléi. Í þetta skiptið fengum við þó fleiri leiki fyrir hlé og áfram heldur hin góða byrjun Manchester United á þessu tímabili. Tveir flottir sigrar í Meistaradeildinni, öflug frammistaða í deildarbikarnum og svo lítur deildin svona út:
Eins og kom fram í sambærilegum pistli mínum fyrir mánuði síðan þá segir góður árangur í byrjun tímabils alls ekki alltaf fyrir um hvernig tímabilið spilast í heild sinni. En að sama skapi þá vitum við að José Mourinho elskar að byrja vel. Ég ætla aðeins að halda áfram að setja upphaf þessa tímabils í samhengi en þó með töluvert öðruvísi áherslum en síðast.
Góð byrjun sett í smá samhengi
Það er óhætt að segja það að Manchester United hafi byrjað frábærlega í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið. Þrír sigrar í þremur leikjum, fullt af mörkum skoruð og ekkert enn fengið á sig. Sú frammistaða hefur skilað Manchester United aftur á kunnuglegar slóðir í töflunni:
Þetta er fallegt en við vitum nú öll að það er alltof lítið liðið af tímabilinu til að fara að gera ráð fyrir titilbaráttu út tímabilið. Það hlýtur þó alltaf að vera betra að byrja vel en illa. Eða hvað, er það kannski ofmetið? Lítum aðeins á smá samanburð við fyrri tímabil.
Manchester United 2:0 Leicester City
Þrír leikir í deildinni, þrír sigrar. 10 mörk skoruð, ekkert fengið á sig. Það er alveg óhætt að segja að Manchester United hefji þetta leiktímabil afskaplega vel. Framundan er landsleikjahlé, lok sumargluggans og svo septembermánuður fullur af leikjum í þremur mismunandi keppnum. Við erum ekkert að hata þetta!
Það var ein breyting á liðinu sem hóf leik í dag. Martial hafði komið gríðarlega sterkur inn af bekknum í síðustu leikjum og fékk að byrja þennan leik. Rashford hafði staðið sig nokkuð vel líka en hann þurfti að sýna að hann getur líka verið hættulegt vopn af bekknum. Byrjunarliðið í dag var svona:
Zlatan Ibrahimovic er aftur orðinn leikmaður Manchester United *staðfest*
Það er búið að staðfesta það sem okkur grunaði, Zlatan Ibrahimović hefur skrifað undir nýjan samning við Manchester United:
He’s not finished yet – @Ibra_official has signed a new one-year contract with #MUFC! https://t.co/ATiksSrLDT pic.twitter.com/PDh9fDEgrg
— Manchester United (@ManUtd) August 24, 2017
Þetta eru miklar gleðifréttir og það sést á samfélagsmiðlum bæði félags og leikmanns að það er mikil gagnkvæm ánægja með þetta.