Fyrir viku síðan skrifaði Tryggvi Páll um það í upphitun fyrir seinni leikinn í Evrópuviðureigninni gegn Anderlecht að þar færi mikilvægasti leikur Manchester United á tímabilinu. Það má segja að þessi leikur sé það á vissan hátt líka. Aprílmánuður hefur verið mjög annasamur, Manchester United hefur þegar spilað 7 leiki í mánuðinum og á enn eftir 2 til viðbótar. Sá fyrri þeirra fer fram á Etihad vellinum í Manchester annað kvöld. Manchester United er aðeins einu stigi á eftir bláklæddu nágrönnunum og aðeins 3 stigum frá Liverpool. Baráttan um 3. og 4. sætið er galopin og þessi leikur mun ekki hafa úrslitaáhrif en hann er samt mjög mikilvægur fyrir þá baráttu. Hann hefst klukkan 19:00 og dómari í leiknum verður Martin Atkinson.
Manchester United 2:1 Anderlecht
Manchester United er komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Framlengingu þurfti til í seinni leiknum en að lokum náði Manchester United 2-1 sigri. Dregið verður í undanúrslitin klukkan 11:00 á morgun.
Liðið sem hóf leikinn fyrir Manchester United var svona:
Varamenn: De Gea, Blind (23′), Herrera, Fellaini (60′), Young, Martial (91′), Rooney.
Byrjunarlið gestanna frá Belgíu var þannig skipað:
Manchester United fer til Sunderland
Tuttugu leikir án taps. Ekki nema 30 leikir í að Manchester United slái metið yfir lengstu taplausu hrinuna í ensku úrvalsdeildinni. Helsti gallinn er bara að það stefnir í að 15 af þessum leikjum verði jafntefli.
Staðreyndin er þó samt að Manchester United er núna í lengstu taplausu hrinu sem lið í topp 5 deildum Evrópu hefur náð. Það er alveg eitthvað, jafnvel þótt við hefðum öll verið til í að einhver af þessum 20 leikjum hefði tapast ef við hefðum fengið fleiri sigurleiki á móti.
Middlesbrough 1:3 Manchester United
José Mourinho hafði varað okkur við því fyrir þennan leik að við mættum búast við að þreyta hefði mikil áhrif á spilamennsku Manchester United. Jafnvel gekk hann svo langt að segja að hann myndi telja jafntefli góð úrslit úr leiknum miðað við þreytuna í leikmannahópnum eftir mikið álag síðustu vikur. Eftir laugardagsleikina var ljóst að Manchester United myndi örugglega færast úr 6. sætinu. Sigur kæmi liðinu upp í 5. sætið en jafntefli eða tap þýddi 7. sætið.
Manchester United heimsækir Middlesbrough
Síðasti leikur Manchester United fyrir landsleikjahlé vorsins verður útileikur gegn Middlesbrough í hádeginu á sunnudegi. Síðasti fimmtudagur var mjög ólíkur fyrir þessi félög, á meðan Manchester United komst áfram í fjórðungsúrslit Evrópudeildarinnar þá rak Middlesbrough stjóra sinn, Aitor Karanka. Middlesbrough er ekki fyrsta félagið af þeim neðstu sem grípur til þessa ráðs til að reyna að hressa upp á spilamennsku síns liðs. Stundum virkar það hvetjandi á leikmenn, ekki síst í fyrsta leik eftir breytingar. Vonum að það taki Middlesbrough í það minnsta 90 mínútur að hressast.