Pistlar

Nýr markakóngur hylltur

Wayne Rooney er orðinn markahæsti leikmaður í sögu Manchester United. Því afreki náði hann með stórglæsilegu aukaspyrnumarki í uppbótartíma gegn Stoke. Markið kom 4.498 dögum eftir að Rooney skoraði sitt fyrsta mark (og reyndar 2. og 3. markið líka) fyrir Manchester United, í sínum fyrsta leik fyrir félagið, gegn Fenerbahce 28. september 2004. Samtals eru mörkin sem Wayne Rooney hefur skorað í treyju Manchester United orðin 250 og enn tími fyrir hann að bæta við þá tölu, jafnvel þótt spilatími hans sé ekki jafn mikill og reglulegur og oftast áður. Lesa meira