Manchester United og Atlético Madrid gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn fengu draumabyrjun með flottu marki frá João Félix strax á 7. mínútu en hinn ævinlega spræki Anthony Elanga jafnaði metin á 80. mínútu. Þetta var ekki besti leikur Manchester United á tímabilinu en okkar menn eru rækilega með í þessu einvígi ennþá og allt undir á Old Trafford í seinni leiknum.
Meistaradeildin í Madrid
Eftir tvo fína deildarsigra í röð er nú komið að útsláttarkeppni í Meistaradeild Evrópu. Manchester United dróst fyrst gegn franska liðinu PSG í 16-liða úrslitum en í ljós kom að mistök höfðu valdið því að United fór ranglega í pottinn gegn Villareal en ekki í pottinn þegar andstæðingar Atlético Madrid voru dregnir. Atlético fengu upphaflega þýsku meistarana í Bayern Munchen og kvörtuðu formlega þegar þessi mistök urðu ljós. Þeir fengu í gegn að dregið var aftur, eðlilega, og í það skiptið drógust Atlético og Manchester United saman. Mikið fjör, allt saman.
Manchester United 1:0 West Ham United
Manchester United tók á móti West Ham United á Old Trafford í dag í miklum baráttuleik sem skipti töluverðu máli fyrir komandi Meistaradeilarsætisbaráttu hjá báðum liðum. Eftir mikinn og misskemmtilegan baráttuleik stefndi allt í markalaust jafntefli þegar Marcus Rashford poppaði upp á réttum stað á réttum tíma og stýrði flottri fyrirgjöf Cavani í netið af stuttu færi á lokasekúndum uppbótartíma. Alvöru baráttusigur og United skellti sér í fjórða sætið í bili.
Hamrarnir mæta í heimsókn
Manchester United spilaði í vikunni sinn 1.938. leik á útivelli í efstu deild á Englandi og vann sinn 704. sigur með því að leggja Brentford með þremur mörkum gegn einu. Árangurinn er þó hlutfallslega miklu skemmtilegri ef við horfum bara á deildarleiki frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar, þá var þetta 300. sigurinn í aðeins 568 leikjum. Það er hressilega gott sigurhlutfall þótt auðvitað megi aðallega þakka framúrskarandi spilamennsku á fyrstu 20 árum þeirrar deildarkeppni fyrir frekar en spilamennskunni á síðustu árum. Og þó, auðvitað fóru piltarnir hans Solskjærs á virkilega gott og öflugt útileikjaskrið í fyrra, sællar minningar.
Manchester United 3:1 Burnley
Besti knattspyrnustjóri allra tíma, Sir Alex Ferguson, fagnar 80 ára afmæli sínu á morgun, gamlársdag. Hann var mættur á leikinn og fékk sérstakar heiðursmóttökur í stúkunni og fína frammistöðu leikmanna inni á vellinum. Það vantar enn sitthvað upp á að liðið nái þeim hæðum sem það gerði undir stjórn Skotans en það voru þó allavega fínir sprettir í þessum leik og heilt yfir örugg frammistaða sem innihélt 3 United-mörk og 3 stig fyrir Manchester United. Gott að klára árið á þessu og vonandi fínt nesti inn í nýja árið.