Það voru margir stuðningsmenn búnir að kalla eftir breytingum á byrjunarliði Manchester United eftir pirring síðustu vikna. Líklega hefur þó enginn þeirra farið fram á þær breytingar sem urðu á liðinu fyrir þennan leik. Phil Jones kom inn í byrjunarliðið og spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir Manchester United síðan 2. janúar, Michael Carrick kom inn á miðjuna, Fellaini og Rooney komu aftur inn í liðið og Zlatan var á sínum stað frammi. Mkhitaryan var ekki einu sinni í hópnum. Byrjunarliðið var svona og stuðningsmenn United áttu erfitt með að leyna undrun sinni á valinu.
Manchester United heimsækir Wales
Eftir ansi strembna törn í október byrjaði nóvember á heimsókn út fyrir England þar sem Manchester United var afskaplega ósannfærandi og tapaði sanngjarnt. Bæði fjölmiðlar og notendur samfélagsmiðla kepptust við að deila því að Manchester United kann ekki vel við að yfirgefa England þessa dagana. Útileikir í öðrum löndum eru oftast ströggl. Í Evrópukeppnum hefur United ekki unnið útileik í alvöru Evrópukeppni síðan í nóvember 2013. Við erum að tala um 9 leiki í Evrópudeildinni og Meistaradeild Evrópu síðan þá, á útivelli, án sigurs. Fyrir utan reyndar 4-0 sigurinn á Club Brugge í Belgíu í ágúst 2015. En það var auðvitað bara umspilsleikur.
Manchester United 1:0 Manchester City
Það voru margir sem óskuðu þess að sjá Mkhitaryan byrja leikinn gegn Manchester City. En það var ekki í spilunum. Ekki aðeins var Mkhitaryan utan byrjunarliðs heldur var hann ekki einu sinni í hópnum. Og það þrátt fyrir að hafa sést með leikmannahópi Manchester United sem stimplaði sig inn á Lowry hótelið fyrir leik. Svo hafi hann ekki náð að meiðast með einhverjum hætti á hótelinu þá getur maður ekki annað en velt fyrir sér hvort það sé hreinlega eitthvað í gangi með Mkhitaryan og hvort Mourinho treysti honum ekki til að spila. Vonandi er það ekki málið en þetta er farið að líta grunsamlega út.
Stór leikur í lítilli keppni – Manchester City kemur aftur í heimsókn
Klukkan 19:00 annað kvöld fer fram óvenju þýðingarmikill leikur í annars heldur þýðingarlítilli keppni þegar nágrannarnir í Manchester City koma í heimsókn á Old Trafford. Þótt báðum liðum sé líklega nokk sama um EFL bikarinn sem slíkan þá munu þau samt koma inn í þennan leik í leit að langþráðum sigri. Stjórarnir eru undir pressu, leikmenn þurfa að stíga upp, það hefur verið að safnast upp pirringur meðal stuðningsmanna liðanna, blöðin hafa kjamsað á óförum síðustu vikna (reyndar töluvert meira United megin) og hlátrasköll stuðningsmanna annarra liða, sem velta sér upp úr hæðnisfullri Þórðargleði, bergmála í eyrunum. Nú er tíminn til að draga fram sokkaskúffurnar og korktappana, nú er tíminn til að byrja að svara almennilega fyrir sig. Það er komið að næsta stóra prófi Manchester United, endurtektarprófi gegn ljósbláklæddum leikmönnum Pep Guardiola. Bring it on!
Liverpool 0:0 Manchester United
Það óvæntasta við byrjunarliðið var að Ashley Young var mættur á vinstri kantinn. Mata og Lingard settust á bekkinn en Fellaini kom inn á. Byrjunarliðið var svona:
Varamenn: Romero, Rojo, Shaw (92′), Carrick, Lingard, Mata, Rooney (77′)
Byrjunarlið Liverpool var svona:
Varamenn: Mignolet, Klavan, Moreno (86′), Lucas, Grujic, Lallana (60′), Origi (86′)