Steve Bruce
Þá er komin Þorláksmessa. Skötudagurinn. Eitt sinn var hann líka panikverslunardagurinn fyrir þá sem föttuðu að þeir ættu eftir að kaupa jólagjöf/gjafir en þar sem sífellt fleiri verslanir eru með opið frameftir á aðfangadag hefur dreifst aðeins úr álaginu á þá sem eru á síðustu stundu með gjafainnkaupin. Þetta er dagurinn þar sem hátíðleiki jólana svífur í loftinu. Jólakveðjurnar eru lesnar á Rás 1, Bubbi heldur Þorláksmessutónleikana sína, miðbærinn í Reykjavík fyllist af fólki sem flest er í jólaskapi þótt alltaf séu stressboltar inn á milli. Þorláksmessan er svona eins og stefið á undan leik í meistaradeildinni, gefur tóninn og keyrir tilhlökkunina upp í 11.