Þó það sé mikilvægur leikur í Meistaradeildinni í kvöld þá heldur Jóladagatalið áfram.
Brian McClair
Sunnudaginn 8. desember 1963 var lagið I Want to Hold Your Hand með Bítlunum í toppsæti vinsældarlistans í Bretlandi. Lagið hafði komið út í lok nóvember og náði svo toppsætinu af öðru Bítlalagi, She Loves You, en það var söluhæsta smáskífa ársins og fyrsta smáskífa Bítlana til að seljast í yfir milljón eintökum. Tveimur dögum fyrr, föstudaginn 6. desember, höfðu Bítlarnir gefið út sína fyrstu jólasmáskífu. Þessar jólasmáskífur voru ekki opinberar útgáfur heldur voru þetta plötur sem meðlimir Bítlana tóku upp sérstaklega til að senda meðlimum í aðdáendaklúbbi sínum. Á þessum plötum tóku þeir upp einföld skilaboð til aðdáenda, grínuðust og sprelluðu ásamt því að taka hráar útgáfur af jólalögum, oft í miklu gríni, misvel gert og með afbakaða texta. Á þessari plötu var til dæmis lagið Rudolph the Red-Nosed Ringo. Þeir félagar gerðu alls sjö svona jólasmáskífur.