Manchester United hefur spilað tvo aðra leiki í Evrópu á þessari dagsetningu. Á þessum degi árið 2008 tryggði Paul Scholes sigurinn gegn Barcelona með stórglæsilegu marki. United náði svo að skella í lás og verja það forskot þrátt fyrir áhlaup eins sterkasta félagsliðs sem Evrópa hefur séð. Ári síðar vann United Arsenal á þessum sama degi með marki frá gulldrengnum sjálfum, John O’Shea.
Undanúrslit í Evrópudeildinni
Það er líklega skiljanlegt að vissu marki að leikurinn gegn Leeds hafi ekki verið hressari en hann var. Manchester United á enn tölfræðilega möguleika á efsta sætinu en það kallar á meira en blússandi óskhyggju að sjá fyrir sér að þetta Manchester City lið tapi nógu mörgum stigum til að það verði alvöru möguleiki. Annað sætið er svo gott sem klárt, í það minnsta er engin hætta á að Meistaradeildarsætið sé í nokkrum vafa. Manchester United hafði því ekki að miklu að keppa. Leeds hafði það í sjálfu sér ekki heldur, fyrir utan að verja sært stoltið frá síðustu viðureign þessara liða. Það sást á því hvað Leedsarar lögðu í varnarleikinn.
Granada 0:2 Manchester United
Manchester United náði í stórgóð úrslit á útivelli í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Marcus Rashford og Bruno Fernandes tryggðu liðinu 0-2 sigur til að taka með heim til Manchester. Dómarinn var þó í fullmiklu spjaldastuði og sendi samtals fimm leikmenn í bann fyrir seinni leikinn.
Það var ágætt að ekki þurfti mikla orku í þennan leik því framundan er spennandi leikur gegn Tottenham Hotspur á útivelli næsta sunnudag.
Heimsókn til Granada
Þá er komið að fjórðungsúrslitum í Evrópudeildinni. Aðeins 8 lið eru eftir og berjast um hinn mátulega eftirsótta Evrópudeildarbikar (áður UEFA-bikarinn). Bikarinn sjálfur er fallegur gripur og það er skemmtilegt að vinna keppni en við vitum öll að þetta er ekki Evrópukeppnin sem við viljum helst vera í. Hvað um það, það er bikar undir og skemmtileg ferð til fallegrar borgar framundan.
Evrópuslagur við AC Milan
Manchester United að mæta AC Milan. Rauðu djöflarnir gegn þeim rauðsvörtu. Það eru titlar í þessu kombói, samtals 38 deildartitlar og 17 bikarsigrar í sínum löndum auk þess sem liðin hafa unnið samanlagt 14 titla í Evrópu (þá er ofurbikarinn ekki talinn með). Tvö gamalgróin lið með sögu sem nær aftur til 19. aldar, tvö lið með goðsagnakennda leikvanga og langan leikmannalista af goðsögnum. Tvö lið sem hafa oft staðið betur en núna en þó líka bæði upplifað töluvert erfiðari tíma en þetta.