Það eru nokkrir hlutir í þessu lífi sem eru eins öruggir og sólarupprásin sem boðar nýjan dag. Skattaskýrslan á hverju ári, dauðinn, Sjálfstæðisflokkurinn er spilltur, jólin mæta til leiks seint í desember og jú, Manchester United lendir undir á útivelli í deildinni en snýr því í sigur. Þannig fóru leikar einmitt í kvöld, United lenti undir, komst 1-3 yfir eftir þrjú algjörlega frábær mörk en gerði leikinn svo óþarflega spennandi í restina eftir klaufalegan varnarleik í hornspyrnu. Hvað annað er nýtt að frétta?
Jólatörnin hefst í Sheffield
Það var nú algjör óþarfi hjá ensku úrvalsdeildinni að nudda salti í sárin strax með því að setja Manchester United á fimmtudagsleik í deildinni, rétt rúmri viku eftir að liðið hrundi út úr Meistaradeildinni og staðfesti Evrópudeildarbolta eftir áramót. En þannig er það bara, við þurfum að horfa á okkar menn spila gegn botnliðinu Sheffield United á morgun, fimmtudaginn 17. desember, klukkan 20:00. Dómarinn í leiknum verður Michael Oliver en það sem skiptir okkur kannski meira máli er að Paul Tierney verður í VAR-herberginu.
Amad Diallo kemur í janúar
Mitt í öllum staðfestingum Manchester United á komum og brottförum síðasta mánudag kom staðfesting á því að félagið hefði samið við ítalska úrvalsdeildarliðið Atalanta um kaup á leikmanninum Amad Diallo. Hann mun þó ekki koma til Manchester United fyrr en í janúar. Það á vísu enn eftir að semja um laun, fá guttann í læknisskoðun og græja fyrir hann atvinnuleyfið. En það verður varla mikið mál fyrst Manchester United er búið að smella tilkynningunni á samfélagsmiðla. Hvað gæti svosem klikkað?
Barist í Brighton
Keppnistímabilið að þessu sinni hófst á magaskelli á heimavelli gegn spræku Crystal Palace liði í deildinni. Eftir það fylgdi torsóttur, en heilt yfir öruggur, sigur á Luton Town í deildarbikarnum. Sá leikur var fínn fyrir það að þá gátu leikmenn fengið fleiri mínútur undir beltið, bæði lykilmenn sem og menn sem standa rétt utan helsta byrjunarliðs. Nú halda okkar menn aftur suður á bóginn, í þetta skiptið alla leið niður á suðurströndina og mæta Brighton & Hove Albion Football Club. Svo sannarlega skyldusigur hjá okkar mönnum, en það ætti Crystal Palace á heimavelli líka alltaf að vera.
Tímabilið hefst á Old Trafford
Manchester United hefur leik á keppnistímabilinu 2020-21 með heimaleik gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni. Flautað verður til leiks klukkan 16:30 á morgun, laugardaginn 19. september. Yfirleitt er tímabilið að hefjast rúmlega mánuði fyrr en nú eru svo sannarlega fordæmalausir tímar svo við hefjum leik síðar. Manchester United hefur í raun leik í annarri umferð þar sem liðið fékk aðeins lengra sumarfrí vegna árangurs í Evrópudeildinni.