Formsatriði, það er það sem þessi leikur var alltaf og það er það sem spilamennskan endurspeglaði að mjög miklu leyti. Bæði lið vissu að þetta einvígi var löngu, löngu búið. Manchester United gerði það sem þurfti til að sigla þessu og verður með í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Lengi framan af var fullmikil deyfð yfir þessum leik en það lifnaði yfir þessu í lokin og United sigldi sigrinum heim.
Evrópusumardeildin hefst
Undir venjulegum kringumstæðum værum við þessa dagana helst í því að fylgjast með Manchester United taka þátt í einhverju æsispennandi æfingamóti í fjarlægum heimsálfum til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil, sem væri rétt handan við hornið, inn á milli þess sem við þjösnuðumst á F5 takkanum í von um frekari tíðindi af leikmannamarkaðnum og tuðuðum yfir Ed Woodward.
Baráttan um Meistaradeildarsæti heldur áfram
Þá er það næsti leikur í deildinni. Manchester United fer í heimsókn á Selhurst Park og spilar gegn Crystal Palace. Leikurinn hefst klukkan 19:15 að íslenskum tíma, dómari leiksins verður Graham Scott.
Manchester United var grátlega nálægt því að stökkva upp í þriðja sætið á mánudagskvöld en jöfnunarmark Southampton í viðbættum uppbótartíma hélt okkar mönnum í fimmta sætinu eitthvað áfram. Þá heyrðist í ansi mörgum stuðningsmönnum Manchester United: týpískt Manchester United.
Manchester United mætir FC København eða İstanbul Başakşehir í 8-liða úrslitum
Þá er búið að draga í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Leikið verður í Þýskalandi og restin af mótinu kláruð á tímabilinu 10. til 21. ágúst.
Manchester United er í góðri stöðu eftir 5-0 sigur á LASK í fyrri leik liðanna svo það er óhætt að bóka farseðilinn til Þýskalands í ágúst. Seinni leikurinn gegn LASK verður spilaður á tómum Old Trafford miðvikudaginn 5. ágúst, klukkan 19:00.
Manchester United 4:0 AZ Alkmaar
Manchester United spilaði í kvöld lokaleik sinn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Það var heimaleikur gegn liðinu í 2. sætinu, AZ Alkmaar frá Hollandi. Fyrir leik höfðu bæði lið þegar tryggt þátttöku sína í 32-liða úrslitum en þó var barist um hvort liðið myndi enda á toppi L-riðils og þar með vera í betri stöðu fyrir dráttinn á mánudaginn. Manchester United dugði jafntefli á meðan AZ þurfti að leika til sigurs.