Annað kvöld heldur bikarævintýri United áfram. Mótherjinn í þessari umferð er lið West Ham undir stjórn David Moyes. Lundúnarliðið hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og hefur verið verðskuldað í baráttunni um Evrópudeildarsæti og er eins og stendur í 6.sæti með jafnmörk stig og Chelsea sem er í 5.sætinu. Einn albesti leikmaður tímabilsins hefur verið tékneski varnartengiliðurinn Tomáš Souček en hann hefur ásamt sínu varnarsinnaða hlutverki verið að skora mikilvæg mörk fyrir liðið. Souček fékk mjög umdeilda brottvísun um helgina gegn Fulham og þykir nokkuð öruggt að leikbannið verði ógilt og því er viðbúið að hann mæti til leiks gegn United. Jesse Lingard gekk til liðs West Ham á dögunum og byrjaði mjög vel með því að skora 2 mörk í sínum fyrsta leik fyrir Moyes. Þar sem Lingard er á láni frá United þá getur hann ekki leikið gegn liðinu það sem eftir lifir tímabils.
93. þáttur – Markalaust og svo markasúpa
Maggi og Þorsteinn settust niður og fóru vel yfir fréttir og leiki vikunnar.
- Kvennaliðið vann aftur
- Búið að viðurkenna VAR mistök í leiknum gegn Sheffield United
- Farið yfir leikmennina sem yfirgáfu United undir lok gluggans.
- Leikina gegn Arsenal og Southampton
Djöflavarpið er í boði:
Adidas á Íslandi. Hægt er að nálgast vörur adidas á eftirtöldum stöðum:
Jói Útherji
Músík og sport
Adidas á Íslandi
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan, auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
92. þáttur – Sigur og tap á Old Trafford – Lingard kvaddur (í bili)
Maggi og Daníel settust niður og fóru vel yfir leikina gegn Liverpool og Sheffield United. Einnig var talað um rasísk skilaboð til Axel Tuanzebe og Anthony Martial, áhrif Darren Fletcher á frammistöðu Paul Pogba ásamt því að kveðja þá Jesse Lingard og Odion Ighalo og margt fleira.
Djöflavarpið er í boði:
Adidas á Íslandi. Hægt er að nálgast vörur adidas á eftirtöldum stöðum:
Jói Útherji
Músík og sport
Adidas á Íslandi
91. þáttur – United áfram í bullandi toppbaráttu
Maggi, Þorsteinn, Bjössi og Halldór settust niður og fóru vel yfir leikina gegn Liverpool og Fulham. Einnig var talað um Wayne Rooney í kjölfar þess að hann lagði skóna á hilluna, af hverju línuverðir séu nánast hættir að flagga rangstöðu, frammistaða Paul Pogba, hitað upp fyrir bikarleikinn gegn Liverpool og ýmislegt fleira.
Djöflavarpið er í boði Adidas á Íslandi. Hægt er að nálgast vörur adidas á eftirtöldum stöðum:
90. þáttur – Við erum á toppnum!
Maggi, Þorsteinn, Daníel og Halldór settust niður og fóru vel yfir leikina gegn Watford og Burnley. Annað umræðuefni var meðal annars kaupin á Amad Diallo, salan á Fosu-Mensah. Einnig var rækileg upphitun fyrir þennan litla leik á sunnudaginn.
Djöflavarpið er í boði Adidas á Íslandi. Hægt er að nálgast vörur adidas á eftirtöldum stöðum: