Manchester United sigraði Chelsea í kvöld með tveimur mörkum gegn engu. Munurinn á liðunum fyrir þennan leik var sex stig en United hefur fengið ótalmörg tækifæri til að saxa á forystu eða hreinlega fara yfir Chelsea í deildinni. Oftar en ekki hitti það þannig á að liðin töpuðu oft stigum á sama tíma og má því segja að Chelsea hafi verið að græða á því í vetur hvað Arsena, United og Tottenham hafa verið slök.
Manchester United fer til Stamford Bridge
Annað kvöld fer fram þriðja viðureign Manchester United og Chelsea. Fyrsti leikur liðanna tímabilinu fór fram á Old Trafford þar sem United sigraði 4:0 og gaf stuðningsfólki falska von um tímabilið framundan.
Gengi liðanna hefur verið ólíkt frá því. Chelsea er meira og minna búið að sitja í 4. sæti deildarinnar þrátt fyrir næg tækifæri fyrir United að saxa almennilega á forystuna. Svo slæmt hefur þetta verið í síðustu umferðum að United situr nú í 9. sæti og er sex stigum á eftir Chelsea og fimm stigum á eftir Tottenham sem læddist í dag uppí 5. sætið. Sigur á morgun er lífsnauðsynlegur sérstaklega ljósi þess að möguleiki er á því að 5. sætið gefi sæti í Meistaradeild Evrópu í kjölfar dóms UEFA á Manchester City. En það koma fljótlega í ljós.
Tekst United að endurtaka hið ómögulega?
Á síðasti tímabili tókst Manchester United að snúa tveggja marki tapi á heimavelli gegn PSG við með ævintýralegum sigri í París. Síðan þá hefur gengið og frammistaðan verið töluvert á niðurleið.
Manchester United 0:2 Burnley
Byrjunarlið Manchester United leit svona út.
Bekkur: Romero, Bailly, Lingard (James 69′), Dalot, Shaw (Williams 69′), Greenwood (Andreas 45′), Gomes.
Fyrri hálfleikur
Það er ekki hægt að segja byrjunarlið kvöldsins hafi beinlínis verð spennandi. Það sorglega er að þetta er líklega það besta mögulega eins og staðan er í dag með marga menn á sjúkralistanum. Leikurinn fór alls ekki illa af stað. United var að búa til færi en klaufaskapur leikmanna í vítateig Burnley hjálpaði ekki neitt og kórónar sóknarleik liðsins síðustu ár. Burnley pressuðu stíft frá fyrstu mínútu og leikáætlunin var klárlega að freista þess að skora snemma og falla svo tilbaka og verjast. Chris Wood kom gestunum loks yfir á 39. mínútu með skalla úr föstu leikatriði. Enn eitt markið sem þetta United lið fær á sig úr föstu leikatriði á tímabilinu. Aftur var liðinu refsað fyrir kæruleysi í eigin sóknarleik. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 0:1 Burnley í vil.
Burnley á Old Trafford
Leikmenn United fá í kvöld gott tækifæri til þess að rífa sig í gang eftir tapið gegn Liverpool á sunnudaginn. Það sem myndi gera öruggan sigur gegn Burnley en betri er sú staðreynd að úrslit hjá liðunum í kringum okkur voru hagstæð. Það hefur reyndar líka oft reynst tvíeggjað sverð en þetta Burnley lið hefur oft verið betra en í vetur. Gestirnir verða án Ashley Barnes og Jóhann Berg er tæpur og er frekar ólíklegt að hann verði klár í þennan leik.