Enn og aftur tekst þessu liði að valda vonbrigðum. Spilamennska liðsins fyrsta hálftíma leiksins var hrein og bein hörmung. Aston Villa komst verðskuldað yfir snemma í leiknum með glæsimarki Jack Grealish. Eftir það héldu gestirnir áfram og voru allt eins líklegri til að bæta við marki en United af jafna. Nokkrum mínútum fyrir hálfleik átti Andreas Pereira fína fyrirgjöf í teiginn á Marcus Rashford sem skoraði með skalla en markið var einhverra hluta vegna skráð sem sjálfsmark Tom Heaton. Staðan því jöfn þegar flautað var til hálfleiks.
Manchester United 3:1 Brighton
Leikurinn
Í upphituninni fyrir þennan leik velti ég því upp hvaða United lið myndi mæta til leiks í dag. Svarið var 2007-08 United. Traustur varnarleikur og leiftrandi skyndisóknir þar sem bakverðir og kantmenn voru mjög flottir. United ansi nálægt því að stilla upp sínu besta byrjunarliði í dag þrátt fyrir töluverð meiðsli í hópnum. Brighton stillti upp ansi lágstemmdu liði að mínu mati og voru með nokkra ágætis leikmenn á bekknum. Dómari leiksins Jon Moss átti mjög góðan dag sem var nauðsynlegt því að Brighton voru frekar grófir en komust upp með lítið og sama má segja um United. Reyndar spurning hvort Brandon Williams hafi verið heppinn að sleppa með gult spjald í seinni hálfleiknum en VAR-sjáin VAR ekki á því.
Hvaða Manchester United mætir til leiks gegn Brighton?
Eftir röð útisigra kom loks tap gegn Bournemouth í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Á fimmtudaginn vann United síðan töluvert öruggan 3:0 sigur gegn Partizan sem hefði getað orðið stærri en nægði þó til að tryggja sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Það jákvæðasta við þann leik var að allir framherjar leiksins skoruðu mörk. Þetta tímabil hefur markast af rosalega ójafnri spilamennsku, töpum leikjum gegn liðum sem eiga að vinnast og sigrum gegn Chelsea og fínni frammistöðu gegn Liverpool. Fyrir þessa umferð situr United í 10.sæti og Brighton sæti ofar. Vinnist þessi leikur og önnur úrslit verða hagstæð getum við séð liðið hoppa uppí 6. sætið alræmda.
AZ Alkmaar 0:0 Manchester United
United heimsækir AFAS völlinn og mætir AZ Alkmaar
Eftir enn einn leikinn sem United skorar einungis 1 mark er komið að annarri umferð riðlakeppnir Evrópudeildarinnar. Mótherjinn að þessi sinni er hollenska liðið AZ Alkmaar þar sem Albert Guðmundsson er meðal leikmanna. AZ hefur byrjað nokkuð vel í Eredivisie en liðið situr í 3. sæti deildarinnar bara einu stigi á eftir toppliðum Ajax og PSV þegar 8 umferðum er lokið.
Kantmaðurinn Albert Guðmundsson hefur leikið 4 leiki sem af er en á enn er ekki enn búinn að skora eða eiga stoðsendingar. Þess má til gamans geta að Louis van Gaal gerði AZ að meisturum tímabilið 2008-2009 og þá var Grétar Rafn Steinsson lykilmaður í liði þeirra.