Þetta var alls ekki sannfærandi í dag og var spilamennskan ekki ósvipuð og gegn Wolves í bikarnum. Liðið byrjaði leikinn skelfilega og var Watford liðið margfalt sprækara. United lifnaði þó aðeins við og þá sérstaklega þegar Marcus Rashford kom liðinu yfir eftir vel heppnað hraðaupphlaup. Eftir það kom besta tímabil United í leiknum og hefði liðið alveg mátt nýtt þá yfirburði en gerðu ekki. United var því með 1:0 forystu í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar líklega sá versti undir Solskjær. United tókst samt að bæta við forystuna með skrautlegu marki eftir krafs í vítateig Watford. Doucoure tókst að laga stöðuna með laglegu marki eftir að hafa labbað í gegnum United vörnina sem hafði fram að því verið nokkuð góð. Mikilvæg 3 stig í hús og er liðið jafnt Tottenham að stigum amk í bili.
United tekur á móti Watford
Baráttan um sæti í Meistaradeild Evrópu heldur áfram á morgun. Manchester United tekur á móti Watford sem er búið að eiga fínt tímabil en liðið situr í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og eru aðeins stigi á eftir Wolves. Síðast þegar liðin mættust sigraði United með 1:2 þar sem Romelu Lukaku og Chris Smalling sáu um markaskorun. Watford liðið er mjög gott en hefur átt það til að drulla örlítið samanber niðurlæginguna þeirra á Anfield. Óljóst er um þáttöku þeirra Tom Cleverley, Andre Gray og Jose Holebas. United hefur tapað tveimur leikjum gegn Arsenal í deild og Wolves í enska bikarnum.
Bikarleikur á Molineux vellinum
Manchester United heimsækir Wolverhampton Wanderers annað kvöld í 8-liða úrslitum FA bikarsins. Síðast þegar liðin mættust í september síðastliðnum þá endaði leikurinn í jafntefli þar sem Fred skoraði sitt eina mark fyrir United, að minnsta kosti hingað til. Gengi United frá því að Solskjær tók við því hefur verið framar öllum vonum og þetta tap gegn Arsenal í síðasta leik ætti ekki að mikil áhrif nema sem góð lexía fyrir lið og stuðingsfólk Manchester United.
Djöflavarpið 70. þáttur – Verður Ole Gunnar Solskjær fastráðinn?
Maggi, Tryggvi og Björn settust niður og ræddu leikina gegn PSG og Chelsea. Einnig var tekin Ole umræða þar sem Mike Phelan og fleiri komu við sögu.
Við viljum endilega fá ykkar álit þannig að virk þáttaka í athugasemdarkerfinu er vel þegin.
Ef þið viljið senda okkur spurningar þá er það hægt að senda okkur skilaboð á Facebook síðu Rauðu djöflanna.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan, auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Fulham 0:3 Manchester United
Manchester United er komið í Meistaradeildarsæti eftir þennan þægilega sigur á Fulham. Paul Pogba var enn og aftur frábær og Anthony Martial sýndi gamla takta. Heimamenn í Fulham byrjuðu leikinn reyndar betur og með smá heppni hefðu getað tekið forystu í leiknum. Það var samt Manchester United sem tók forystuna í þessum leik með laglegu marki frá Pogba sem setti boltann framhjá Rico við nærstöngina. Tæplega 10 mínútum seinna jók Martial muninn þegar hann spændi upp vörn heimamanna og lagði boltann örugglega framhjá Rico. Staðan í hálfleik var Fulham 0:2 Manchester United.