Manchester United heimsækir Fulham á Craven Cottage í hádegisleiknum á morgun. United er búið að vera á svakalegri siglingu undir stjórn Ole Gunnar Solskjaer á meðan heimamenn róa lífróður til að bjarga sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni.
Antonio Valencia og Matteo Darmian eru frá vegna meiðsla á meðan Marcos Rojo er farinn að æfa aftur. Það er í raun ekkert því til fyrirstöðu að Ole geti stillt upp sínu sterkasta liði en stóra spurningin er hver fær hitt sætið í hjarta varnarinnar með Lindelöf.