Eftir svekkjandi jafntefli gegn Chelsea og andlaust tap gegn Juventus er komið að heimsókn frá Everton. Fyrir þennan leik situr United í 10.sæti deildarinnar stigi á eftir Everton sem er í 9.sætinu. Bæði liðin hafa skorað 15 mörk en til gamans má geta að markatalan hjá Manchester United er í mínus. Það að fylgjast með þessu liði okkar í vetur hefur verið svona kynningarnámskeið fyrir kvíða og þunglyndi. Kvíði fyrir hverjum einasta leik og nánast undantekningarlaust þunglyndiskast bara við það að horfa á liðið spila knattspyrnu svo eru úrslitin ekki að hjálpa neitt sérstaklega mikið. Everton er á ágætu róli eftir slaka byrjun á tímabilinu. Gylfi Þór hefur verið að spila virkilega vel og skorað og lagt upp eins og hann fái borgað fyrir það, reyndar skilst mér að sé nákvæmlega það sem hann fær borgað fyrir.
Djöflavarpið 65. þáttur – Sádakaup og portúgalskir varalesarar
Maggi, og Halldór settust niður og ræddu fréttir vikunnar, gengi kvennaliðsins og svöruðu spurningum ykkar.
Við viljum líka fá ykkar álit þannig að þáttaka í athugasemdarkerfinu er velkomin.
Ef þið viljið senda okkur spurningar þá er það hægt á Facebook síðu Rauðu djöflanna.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis hlaðvarpsforrit:
Djöflavarpið 64. þáttur – Sagan endalausa
Maggi og Björn settust niður og ræddu leikina gegn West Ham, Valencia og Newcastle. Einnig var farið í umræðu um stöðu José Mourinho og hvað sé eiginlega framundan.
Við viljum líka fá ykkar álit þannig að þáttaka í athugasemdarkerfinu er velkomin.
Ef við viljið senda okkur spurningar þá er það hægt á Facebook síðu Rauðu djöflanna.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Manchester United 1:1 Wolverhampton Wanderers
Auðvitað þarf þetta fjandans lið alltaf að taka tvö skref áfram og eitt afturábak. Eftir fyrri hálfleik sem var skítsæmilegur leiddi United 1:0 eftir mark frá Fred sem Pogba lagði upp með frábærri sendingu. Úlfarnir voru samt liðið sem fékk færin og kom því mark United svolítið gegn gangi leiksins. En við kvörtum ekki ekkert yfir því.
Seinni hálfleikurinn fór svo sem ágætlega af stað en innst inni vissi maður hálfpartinn að United myndi klúðra þessu einhvern veginn því að liðið er gjörsamlega ófært um að eiga góðan seinni hálfleik. Það mark kom vissulega Moutinho sem var alveg óvaldaður setti boltann viðstöðulaust í samskeytin, alveg óverjandi fyrir De Gea. Mourinho gerði þrjár skiptingar í seinni hálfleiknum en þeir Martial, Mata og Andreas Pereira kom inn fyrir Fred, Alexis og Jesse Lingard. United fór í háu sendingarnar framávið síðustu mínúturnar en það skilaði engum árangri og áttu gestirnir betri færi til að vinna leikinn með skyndisóknum en De Gea bjargaði í rauninni stiginu í dag.
Úlfar í leikhús draumanna
Minni á Djöflavarp vikunnar frá því gærkvöldi.
Eftir þrjá ágæta útisigra í röð er loksins komið að heimaleik. Liðið sem mætir á Old Trafford er Wolverhampton Wanderers sem er held ég eina liðið sem er reglulega þýtt yfir á íslensku en yfirleitt er liðið kallað Úlfarnir. Þessir Úlfar enduðu einmitt í 1. sæti Championship deildarinnar sem er við hæfi þar sem að liðið er talsvert betra en Cardiff og Fulham sem fylgdu Úlfunum upp í úrvalsdeild. Liðið hefur farið þokkalega af stað en liðið hefur gert jafntefli við Everton og Man City, tapað fyrir Leicester og unnið 1:0 sigra gegn West Ham og Burnley ásamt því að sigra Sheffield Wednesday í Carabao bikarnum. Úlfarnir eru í 9.sæti deildarinnar stigi á eftir United sem er í 8.sæti.