Manchester United lagði Huddersfield Town með tveimur mörkum gegn engu. Það var risa yfirlýsing hjá Mourinho að byrja þennan leik með Paul Pogba á varamannabekknum eftir skelfilega frammistöðu hans gegn Tottenham í miðri viku. Það var ekki eina breytingin sem gerð var á liðinu en Marcus Rojo og Luke Shaw fóru í vörnina í stað þeirra Ashley Young og Phil Jones en sá síðarnefndi var ekki einu sinni í hóp frekar en Ander Herrera. Eins og kom fram þá var Pogba settur á bekkinn en hinn ungi og efnilega Scott McTominay fékk sénsinn en hann er einn af þessum efnilegu strákum sem Mourinho hefur verið að gefa tækifæri í vetur.
Huddersfield kemur í heimsókn
Eftir fína byrjun í janúarmánuði kom brotlendingin gegn Tottenham. Sá leikur sýndi nákvæmlega hvaða veikleika þetta lið hefur og er núna augljóst hvers vegna United er á eftir miðverði og miðjumanni. Þessi leikur var ákveðið „reality check“ en liðið var gjörsamlega yfirspilað og hefði alveg getað tapað með mun meiri mun og það hefði alls ekki verið ósanngjarnt. Liðið varð fyrir blóðtöku í þessum leik en Marouane Fellaini sem kom inná sem varamaður fór fljótlega meiddur af velli og verður frá í allt að tvo mánuði.
Djöflavarpið 46.þáttur – Halló Alexis, bless Mikki
Maggi, Tryggvi, Björn og Halldór settust niður og fóru yfir sigrana gegn Derby County í FA bikarnum og gegn Stoke City í deildinni.Yfirvofandi skiptum Arsenal og Manchester United á þeim Henrikh Mkhitaryan og Alexis Sanchez voru gerð góð skil og einnig tókum við spurningar frá hlustendum og lesendum.
Endilega takið þátt með kommentum og reynym að ná upp skemmtilegri umræðu.
Djöflavarpið 45. þáttur
Maggi, Björn og Halldór settust niður með nýliðanum Friðriki og fóru yfir síðustu mánuði hjá Manchester United frá jafnteflinu gegn Liverpool til sigursins gegn Everton. Einnig voru nokkrir leikmenn liðsins teknir fyrir.
Við biðjumst velvirðingar vegna hljóðtruflana í þættinum. Undirritaður er þegar að leita að lausnum til að koma veg fyrir að þetta gerist aftur.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Manchester United 0:0 Southampton
Markalaust jafntefli var niðurstaðan í dag. Þessi leikur var skelfilega leikinn af United. Southampton voru bara skítsæmulegum framherja frá því að vinna þennan leik. Henrikh Mkhitaryan var algjörlega hörmulegur í dag og virtist alltaf taka röngu ákvörðunina. Hann gerði það svo oft að það hlýtur að hafa verið meðvitað. Það markverðasta sem gerðist hjá Manchester United í öllum leiknum var þegar bera þurfti Romelu Lukaku af velli eftir hann virtist rotast eftir samstuð við leikmann Southampton og missir amk af næstu 2 leikjum. Hin sorglega staðreynd að David de Gea sé langbesti leikmaður United á vellinum trekk í trekk er ekkert nema áhyggjuefni. Klúbbur af þessari stærðargráðu á ekki að þurfa að stóla á markvörðinn sinn einfaldlega til að forðast niðurlægjandi úrslit. Vörnin var frekar virkaði ekkert alltof stabíl og ef Shane Long væri betri leikmaður þá hefði hann refsað í dag í staðinn fyrir að láta De Gea sjá alltaf við sér.