Eftir hreint útsagt ömurlega törn þar sem liðið var slegið út úr Carabao-bikarnum og kæruleysislega leikna viðureignir gegn Leicester og Burnley í úrvalsdeildinni er komið að heimsókn frá Southampton. Gestirnir hafa langt frá því verið að brillera í vetur og sitja í 14.sæti deildarinnar og aðeins 3 stigum frá fallsæti. Nokkuð öruggt er að hin rándýrir Virgil van Dijk verði utan hóps enda er hann aðeins 2,5 degi frá þvi að verða leikmaður Liverpool. Annar leikmaður sem verður pottþétt ekki með er framherjinn Charlie Austin en hann er að afplána 3 leikja bann ásamt því að glíma við meiðsli. Þá er hægri bakvörðurinn Cedric Soares fjarri góðu gamni og svo er landsliðsmaðurinn Ryan Bertrand spurningarmerki.
Manchester United 1:0 Tottenham Hotspur
Eftir strembna fjögurra leikja hrinu þar sem leikið var á útivelli var loksins komið að leik á Old Trafford. Ekki voru miklar sviptingar í leikmannahópi Manchester United en Eric Bailly kom tilbaka eftir mánaðar fjarveru sökum meiðsla og munar um minna. Sömu sögu er ekki hægt að segja um lið Tottenham Hotspur en liðið var án Harry Kane sem meiddist í leiknum gegn Liverpool á Wembley. Bæði lið þurftu nauðsynlega þrjú stig úr þessum leik til að halda í við Manchester City.
Loksins heimaleikur aftur – Tottenham kemur í heimsókn
Loksins er fjögurra leikja útileikjahrinunni lokið. Um var að ræða Benfica í Meistaradeildinni, Swansea í deildarbikarnum og Liverpool og Huddersfield í úrvalsdeildinni. Leikirnir gegn Benfica og Swansea unnust en fyrrnefndi sigurinn var afskaplega ósannfærandi og í raun aðeins mistökum ungs markvarðar Benfica að þakka. Deildarleikirnir tveir voru nóg til að sumt stuðningsfólk snerist gegn knattspyrnustjóranum en þessir leikir voru minna ánægjulegir en þreföld rótarfylling án deyfiefna.
Huddersfield 2:1 Manchester United
Þetta er var bara andskoti léleg frammistaða hjá okkur mönnum í dag. Liðið var hægt, fyrirsjáanlegt og ógnaði marki Huddersfield aldrei að neinu viti. Leikmenn Huddersfield voru að berjast virkilega vel í leiknum og átti alveg skilið að vinna þennan leik. Það má deila um hvort að United hefði átt að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum eftir að það virtist sem að Kachunga hefði brotið á Herra inni í teig. United lifnaði aðeins við undir lok leiksins þegar Lukaku lagði upp mark fyrir Rashford en það reyndist einfaldlega of lítið og of seint.
Djöflavarpið 44. þáttur – Hitað upp fyrir Liverpool (Baráttan um Ísland)
Maggi, Björn og Halldór settust niður og fóru yfir síðustu leiki United. Eðlilega var aðalumræðefnið stórleikur helgarinnar gegn Liverpool.
Minni á upphitun Björns fyrir leikinn.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit: