José Mourinho gerði átta breytingar eftir leikinn afdrifaríka gegn Anderlecht á Old Trafford. Mourinho ákvað að taka enga áhættu með liðsvalinu í dag og varð 4-3-3 leikkerfið fyrir valinu. Antonio Valencia var ekki í hóp í dag en hann var hvíldur eftir að hafa spilað allan leikinn á fimmtudagskvöldinu. Ashley Young og Mattio Darmian vöru bakverðir í dag. Daley Blind fékk að byrja í dag þrátt fyrir slaka frammistöðu í síðasta leik. Wayne Rooney byrjaði sinn annan leik á árinu og var fremsti maður með þá félaga Jesse Lingard og Anthony Martial á köntunum. Marouane Fellaini lék fyrir aftan Paul Pogba og Ander Herrera í þriggja manna miðju.
United fer til Burnley
Manchester United var heldur betur refsað grimmilega fyrir að ná ekki að klára Anderlecht í venjulegum leiktíma því bæði Marcos Rojo og Zlatan Ibrahimovic fóru meiddir af velli. Meiðsli Rojo virtist ekki jafn slæm og hjá Zlatan en nú hefur verið staðfest að báðir slitu þeir krossbönd í hné og ólíklegt að þeir komi meira við sögu á árinu 2017. Svo er hreinlega spurning hvort Zlatan hefur leikið sinn síðasta leik fyrir United því samningurinn hans rennur út í sumar og hann verður a.m.k. frá þangað til í janúar og því erfitt að réttlæta háan launakostnaðinn.
Anderlecht 1:1 Manchester United
Manchester United byrjaði þennan leik frekar vel. Michael Carrick stjórnaði spilinu eins og herforingi og Marcus Rashford var hörkuduglegur. Liðið hélt boltanum vel en heimamenn í Anderlecht lágu tilbaka og beittu nokkrum skyndisóknum. Flæðið í spilinu var mjög gott sem er oft hliðarverkun af því að hafa ekki Marouane Fellaini í byrjunarliðinu. Vörnin var flott en Eric Bailly og Marcos Rojo eru klárlega okkar besta miðvarðarpar. Antonio Valencia hélt uppteknum hætti og var með ágætar fyrirgjafir inn í teiginn. United komst yfir á 37. mínútu þegar Henrikh Mkhitaryan fylgdi eftir föstu skoti frá Rashford sem markvörður Anderlecht gerði ágætlega í að verja. Staðan í hálfleik var því 0:1 fyrir Manchester United.
Manchester United fer til Belgíu
Annað kvöld mætir Manchester United liði Anderlecht í Belgíu. Staða United í úrvalsdeildinni er einfaldlega þannig að ef liðið ætlar sér í Meistaradeild Evrópu þá þarf liðið bara að vinna Evrópudeildina. United er með eitt sterkasta lið keppninnar og vissulega er sá möguleiki fyrir hendi. Varnarlega er liðið að standa sig vel og hefur ekki verið fá á sig mikið af mörkum. Stóra vandamál liðsins hefur verið nýting færa. Það er reyndar rannsóknarefni hvernig liðinu tekst að skora ekki og einnig höfum við á þessari síðu rætt þetta í podkastinu okkar.
Vængbrotið Manchester United lið tekur á móti West Brom
Núna eftir síðasta landsleikjahlé tímabilsins tekur við ótrúlega törn hjá Manchester United. Ef að liðið fer alla leið í Evrópudeildinni þá erum við að tala um leik á þriggja daga fresti út tímabilið. Til að bæta gráu ofan í svart þá ákváðu þeir Phil Jones og Chris Smalling að taka upp gamla siði og detta í langtímameiðsli. Nú í kvöld bárust þær fréttir að Juan Mata hafi gengist undir aðgerð á nára og geti jafnvel verið frá út tímabilið. Paul Pogba er líka frá en Wayne Rooney ætti að vera klár á morgun og Marouane Fellaini mögulega líka. Svo má ekki gleyma því að Zlatan Ibrahimovic og Ander Herrera taka út síðasta leikinn í þriggja og tveggja leikja banni.