Andstæðingurinn í 8 liða úrslitunum eru hið fræga félag Anderlecht. Ólíkt Manchester United hefur liðið unnið þessa keppni þegar hún hét UEFA Cup en það var tímabilið 1982-1983.
Chelsea 1:0 Manchester United
Chelsea fara í undanúrslitaleikinn þar sem þeir mæta Tottenham. Svekkjandi leikur í kvöld þar sem Michael Oliver dómari var í aðalhlutverki. Ander Herrera fékk eitt ósanngjarnasta rauða spjald leiktíðarinnar vegna þess að Oliver var búinn að skipa sig sérstakan verjanda Eden Hazard sem gerði tilkall til Edduverðlauna í fyrri hálfleiknum.
United heimsækir Chelsea á Stamford Bridge í FA bikarnum
Annað kvöld lýkur 8 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar með leik Chelsea og Manchester United. Síðast þegar liðin mættust þá var United gjörsigrað með fjórum mörkum gegn engu. Það var einmitt síðasti tapleikur liðsins í úrvalsdeildinni. Gengi liðanna í deildinni hefur verið frekar stöðugt. Chelsea í fyrsta sætinu og United í sjötta sætinu. Fram að þessum leik hefur Chelsea verið frekar heppið með mótherja en liðið sigraði Peterborough 4:1 í þriðju umferð, Brentford 4:0 í fjórðu umferð og Úlfanna 0:2 í fimmtu umferð.
Zlatan Ibrahimovic er leikmaður febrúarmánaðar 2017
Það þarf ekki að koma neinum á óvart að hinn magnaði og ótrúlegi Zlatan sé leikmaður mánaðarins. United liðið er búið að vera á blússandi siglingu í mánuðinum. Deildarbikarúrslitaleikurinn gegn Southampton var slakasti leikur liðsins í mánuðinum en þökk sé Zlatan þá vannst sá leikur og bikar kominn í hús.
Leikir Manchester United í febrúar
Manchester United 3:0 Saint-Étienne
Manchester United sigraði Saint-Étienne með þremur mörkum gegn engu í leik sem United liðið spilaði ekki sinn besta leik á tímabilinu. Strax í byrjun leiks virkaði vörnin mjög óstýrk og Eric Bailly hefur litið betur út en hann gerði í þessum leik. United liðið sótti mikið en var mjög viðkvæmt fyrir skyndisóknum franska liðsins. Sprækastur þeirra var án efa Henri Saivet sem er á láni frá 1.deildarliði Newcastle United. Enn einu sinni var færanýtingin ekki alveg nógu góð og leit Ruffier markvörður Saint-Étienne út fyrir að vera í hærra gæðaflokki en hann raunveruleg er.