Annað kvöld hefjast 32- liða úrslit Evrópudeildarinnar. Mótherji Manchester United er franska liðið Association Sportive de Saint-Étienne Loire eða St. Etienne í daglegu máli. St. Etienne hefur undanfarin ár verið í topphluta frönsku deildarinnar og tekið reglulega þátt í Evrópukeppni félagsliða. Liðið hefur orðið franskur meistari 10 sinnum og 6 sinnum orðið bikarmeistari. Besti árangur frakkanna í evrópukeppni var að lenda í 2.sæti í Evrópukeppni meistaraliða sem er forveri Meistaradeildarinnar tímabilið 1975-1976.
Stoke City 1:1 Manchester United
Lengi vel leit þetta út fyrir að ætla að vera einn af þessum dögum þar sem ekkert gengi upp. Liðið var rosalega mikið með boltann og sótti mikið en skotin voru hvergi nærri nógu góð. Stoke voru með þá leikáætlun að liggja tilbaka og freista þess að ná nokkrum góðum skyndisóknum. Það var einmitt eftir eina slíka þegar hægri helmingur United varnarinnar var ekki með á nótunum að Stoke forystuna í leiknum en boltinn fór í markið eftir að fyrirgjöf Erik Pieters fór í Juan Mata og framhjá David de Gea á nærstöng. Markið kom gjörsamlega gegn gangi leiksins og annan leikinn í röð var United að gera sér hlutina erfiða. Liðið hélt bara áfram að sækja og sækja en ekkert ætlaði að ganga. Þegar flautað var til leikhlés var staðan 1:0 fyrir Stoke sem hafði ekki átt skot á markið en United átt ellefu skot á markið.
Zlatan Ibrahimovic er leikmaður desembermánaðar
Zlatan Ibrahimovic var valinn leikmaður desembermánaðar af ykkur kæru lesendur. Svíinn fékk yfirburðarkosningu og sáu Paul Pogba og Henrikh Mkhitaryan aldrei til sólar. Zlatan var virkilega frábær í desember síðastliðnum sem og United liðið allt. Yfirburðir Zlatan í þessari kosningu komu aðeins á óvart því að Mkhitaryan og Pogba áttu einnig frábæra leiki fyrir Manchester United. Vonandi getur liðið byggt á þessari frammistöðu og átt einnig frábæran janúarmánuð.
Manchester United 4:0 Reading
José Mourinho stillti upp sterku liði gegn Reading í dag. Ander Herrera og David de Gea fengu hvíld í dag ásamt þeim Zlatan Ibrahimovic og Paul Pogba en þeir tveir síðastnefndu sátu þó á bekknum.
Varamenn: Joel Pereira, Fosu-Mensah, Jones, Schweinsteiger, Mkhitaryan, Pogba, Ibrahimovic
Leikurinn
Fyrir þennan leik voru margir spenntir fyrir því að sjá Jaap Stam aftur á Old Trafford eftir rúmlega 15 ára hlé. Reading hafa verið áhugaverðir eftir að hann tók við liðinu. Liðið er nálægt toppnum og hafa unnið fullt að leikjum. Sumir leikir hafa þó tapast og þegar þeir tapast þá er það yfirleitt stórt.
Kosning: Leikmaður desembermánaðar 2016
[poll id=“23″]