Manchester United tekur á móti Feyenoord í leik sem verður að vinnast ætli liðið sér áframhaldandi þáttöku í Evrópudeildinni. Liðið hefur engan veginn verið sannfærandi í keppninni og tapið gegn Fenerbahce undirstrikaði það bara. United dettur út ef liðið tapar gegn Feyenoord og ef Fenerbahce sigrar Zorya.
Eins og sést á töflunni þá eiga 4 stig að duga til áframhaldandi þáttöku en eingöngu ef 3 af þessum stigum koma gegn Feyenoord. Og til að hamra á því aftur þá er þetta leikur sem United þarf að vinna.