Þá er loksins komið að fyrsta heimaleik Manchester United undir stjórn José Mourinho. United hefur spilað tvo mótsleiki hingað til og unnið þá báða. En það þýðir ekki samt að spilamennskan væri frábær í alla staði en það eru vissulega framfarir sem sjást með hverjum leik. Mourinho sagði það sjálfur að það muni taka smá tíma að venja leikmenn af hægu varfærnislegu spili sem einkenndi liðið á LvG árunum.
Henrikh Mkhitaryan á leiðinni til United?
Samkvæmt Raphael Honigstein sem er mjög traustverðugur þegar kemur að skúbbi úr þýska boltanum þá eiga Dortmund og United að vera nánast búin að ganga frá félagaskiptum armenska landsliðsmannsins Henrikh Mkhitaryan til Old Trafford. Mkhitaryan sem er 27 ára getur leikið hvort sem er á miðjunni eða á hægri vængnum.
https://twitter.com/honigstein/status/747142471126294529
Þetta er ansi góðar fréttir ef allt gengur upp en Sky Sports greinir frá því sama. Fyrir var United búið að ganga frá kaupum á Eric Bailly, ungum varnarmanni Fílabeinsstrandarinnar, frá Villarreal. Einnig er búist við að eitthvað muni skýrast með Zlatan Ibrahimovic á næstu dögum.
Norwich 0:1 Manchester United
Mikið óskaplega var þetta leiðilegur leikur sem var boðið uppá í hádeginu. Fyrirfram hefði verið hægt að búast við hasar og ákefð þar sem bæði lið þurftu nauðsynlega á sigri að halda. United er harðri baráttu við háværu nágrannana í City og Norwich í baráttu við Newcastle og Sunderland en tvö af þessum liðum munu falla. Anthony Martial meiddist í upphitun og þurfti Louis van Gaal að gjörbreyta skipulaginu skömmy fyrir leik og það sást.
United verður að vinna í Norwich
Eftir jafnteflið gegn Leicester City var stuðningsfólk Manchester United orðið ansi svartsýnt á að liðið næði í Meistaradeildarsæti. Sá leikur eins og margir í vetur bauð upp á svarta og hvíta frammistöðu. Fínni frammistöðu í fyrri hálfleiknum var fylgt á eftir með frekar dapurri. Maroune „Elbows McGee“ Fellaini tókst að láta dæma sig í bann í kjölfarið á nokkrum ágætum frammistöðum í undanförnum leikjum. En eftir mikla hjálp frá Southampton sem gerði sér lítið fyrir og valtaði yfir Manchester City þá er þetta allt í einu orðinn möguleiki aftur. Með sigri gegn Norwich þá myndi United vera 4 stigum á eftir Arsenal og 1 stigi á eftir City en þau eiga innbyrðisleik á sunnudaginn. Manchester City er orðið mjög tæpt á sætinu og mega alls ekki við að tapa gegn Arsenal og varla gera jafntefli því þá mun Evrópadeildarsætið blasa við. United gæti verið komið í bísna góða stöðu eftir helgina svo framarlega að liðið skili sínu. Svo væri mjög sætt að hefna fyrir tapið gegn Norwich á Old Trafford.
Tottenham 3:0 Manchester United
Tottenham tókst loksins að vinna Manchester United á heimavelli en það hafði ekki gerst síðan 2001 takk fyrir. Þessi leikur sýndi það svo rosalega vel á hversu langt Louis van Gaal er frá því að gera það sem hann var ráðinn til.
Fyrri hálfleikur
Leikurinn byrjaði ágætlega og United var mikið boltann og var mikið að reyna að sækja á Spurs. Vandamálið er ávallt það að liðið skýtur nánast aldrei á markið. Timothy Fosu-Mensah er mjög sprækur í fyrri hálfleiknum en hann byrjaði óvænt í stað Mattio Darmian í hægri bakverði. Hann og David de Gea báru af í fyrri hálfleiknum og björguðu báðir tveir oft meistaralega. Fosu-Mensah sem er varnartengill að upplagi stefnir í að ætla að verða hörkuleikmaður í framtíðinni þeas nema hann taki upp á því að verða Phil Jones. Framlína United sem hóf leikinn er sú sama og í undanförnum leikjum og hún var frekar spræk í hálfleiknum þrátt fyrir að United hafi ekki átt skot á rammann. Staðan í hálfleik var 0:0 en hefði hæglega getað verið 1-2:0 fyrir gestgjöfunum.