Enska bikarkeppnin

Derby County 1:3 Manchester United

Fyrri hálfleikur

Það var góð stemmning á Pride Park í kvöld og stuðningsfólk beggja liða var í góðu stuði. United byrjaði hálfleikinn töluvert betur en heimamenn en greinilegt var að Derby ætlaði að sitja til baka í leiknum og leyfa United að stjórna leiknum. Gestirnir frá Manchester voru frekar sprækir og langbesta liðið á vellinum fyrstu 35 mínútur leiksins og áttu nokkrar skemmtilega sóknir. Lesa meira