Fyrir leikinn
Á morgun heimsækir Manchester United Tottenham Hotspur á White Hart Lane. Hlutskipti þessara liða á tímabilinu hefur verið ólíkt. Það stendur ekki steinn yfir steini hjá Manchester liðinu en Spurs hafa verið mjög stöðugir í vetur og hafa hægt og bítandi komist hörkuspennandi einvígi við spútniklið Leicester City um úrvaldsdeildartitilinn. Á meðan er United að ströggla við það eitt að ná meistaradeildarsæti og þarf það sem eftir lifir tímabils að vinna sína leiki og á sama tíma vonast til að Arsenal og Manchester City misstígi sig í lokaleikjunum.