Á morgun byrjar enska úrvalsdeildin aftur eftir alltof langt hlé. Það er fátt verra en að þurfa að bíða í tvær vikur eftir tap. Meiðslalistinn hjá United er aftur orðinn eins og hann á að sér að vera. Samkvæmt physioroom eru 8 leikmenn meiddir eða tæpir fyrir leikinn á morgun. Tæpir en líklegir eru Wayne Rooney, Ander Herrera, Bastian Schweinsteiger, Michael Carrick og Marcus Rojo en meiddir eru Ashley Young, Paddy McNair og Luke Shaw.
Manchester United 2:1 Wolfsburg
Lið United var óbreytt frá leiknum gegn Sunderland. Það gladdi marga stuðningsmenn liðsins að sjá Andreas Pereira og James Wilson á bekknum. Ander Herrera og Antonio Valencia voru tæpir fyrir leikinn en Valencia gat þó byrjað leikinn á meðan Herrera var ekki í hóp. Luiz Gustavo leikmaður Wolfsburg var ekki með vegna meiðsla en hann er fastamaður í djúpri tveggja manna miðju.
Meistaradeildin: Wolfsburg kemur í heimsókn
Loksins, loksins. Það er oft talað um að enginn viti hvað hann/hún eigi fyrr en glatað hefur. Í tilfelli Manchester United og stuðningsmanna liðsins er það Meistaradeild Evrópu. Síðasta tímabil var það fyrsta í ca. 20 ár sem að United var ekki neinni Evrópukeppni hvað þá meistaradeild.
Manchester United 3:1 Liverpool
Einstaklega mikið hefur verið ritað og rætt um að United sé í einhverri krísu. Leikmannaveltan hefur verið sérstaklega umdeild. Til að bæta gráu ofan á svart þá meiðist Wayne Rooney og United neyddist til að byrja með Marouane Fellaini uppá topp. Góðu fréttirnar voru þær að David de Gea skrifaði undir nýjan samning og datt strax í byrjunarliðið. Liverpool var án þeirra Philippe Coutinho og Jordan Henderson í dag.
Swansea á morgun
Manchester United mætir á Liberty Stadium í Wales á morgun. Gestgjafarnir Swansea City hafa staðið sig vel í sínum leikjum á tímabilinu. Liðið átti stórgóðan leik gegn Chelsea í fyrstu umferð og hefðu getað með smá heppni tekið öll stigin úr þeim leik. Þeirri frammistöðu fylgdi heimasigur gegn Newcastle og jafntefli gegn Sunderland á útivelli. Garry Monk er vissulega að gera stórgóða hluti með þetta Swansea lið. Heimamenn eru ekki með neinn leikmann á meiðslalistanum og ættu því að geta stillt upp sínu sterkasta liði.