https://twitter.com/ManUtd/status/620570913524850688
Bastian Schweinsteiger að verða leikmaður United?
Miðjumaðurinn og fyrirliði þýska landsliðsins Bastian Schweinsteiger er á leiðinni til Manchester United samkvæmt áreiðanlegum heimildum í Þýskalandi. Hann hefur verið orðaður við United frá því í vor og nú lítur allt út fyrir að félagaskiptin séu að verða að veruleika.
Schweinsteiger hefur leikið 111 landsleiki fyrir Þjóðverja ásamt því að vinna allt sem er hægt er að vinna með Bayern München. Þannig að þarna er á ferðinni maður sem er mikill leiðtogi og er einnig mikill sigurvegari.
Djöfullegt lesefni: 2015: 25
Rauðu djöflarnir
Robin van Persie er að öllum líkindum á leið til Fenerbahce
Við kynntum okkur Matteo Darmian sem er væntanlegur til liðsins
Einnig kvöddum við Nani
Leikmenn
Di María virtist vera búinn að finna gamla formið með Argentínu
Luke Shaw er búinn að vera í ræktinni
Robin van Persie var síðustu frábæru kaup Alex Ferguson
Ángelo Henríquez hefur verið keyptur til Dynamo Zagreb
Hinn 16 ára Callum Cribbin gæti farið með til Bandaríkjanna
Matteo Darmian er á leiðinni
Skv heimildum Sky Italia hafa Manchester United og Torino komist að samkomulagi um kaupverð á ítalska landsliðsbakverðinum Matteo Darmian en það er talið vera um 13 milljónir punda. Darmian er 25 ára og getur leikið í hægri og vinstri bakverði ásamt því að vera frambærilegur kantmaður.
View image | gettyimages.comLeikmaðurinn kemur úr akademíu AC Milan en hann lék aðeins 4 leiki fyrir Milan. Árið 2010 fór hann til Palermo sem keypti 50% hlut í Darmian og lék hann þar í eitt tímabil þar sem hann kom aðeins við sögu í 11 leikjum.
Nani er farinn til Fenerbahce – Staðfest
Portúgalski landsliðsmaðurinn Nani hefur gengið til liðs við Fenerbahce í Tyrklandi. Kaupverðið er um fjórar milljónir punda og er samningurinn til þriggja ára.
Nani var aldrei í náðinni hjá Louis van Gaal og var framtíð hans hjá liðinu í raun ráðinn síðasta sumar þegar hann var lánaður til uppeldisliðs síns Sporting í Lissabon. Reyndar átti hann mjög gott tímabil þar og lék mjög t.d. í Meistaradeild Evrópu. Í vor varð hann portúgalskur meistari með Sporting.