Nú þegar baráttan um 3-4. sæti hefur harðnað all svakalega þá var vitað að ekkert nema sigur kæmi til greina í kvöld.
Liðið sem mætir Newcastle
Liðið er komið, enginn Falcao í byrjunarliði en Di María byrjar.
Bekkur: Lindegaard Jones McNair Carrick Mata Januzaj Falcao
Lið Newcastle: Krul, Janmaat, Coloccini, Williamson, R.Taylor, Obertan, Sissoko, Abeid, Ameobi, Riviere, Cisse
Heimsókn til St. James’ Park
Síðast mættust United og Newcastle á öðrum degi jóla. Sá leikur fór fram á Old Trafford og vannst 3:1. Það reyndist eini sigurinn í þeirri jafnteflissúpu sem jólatörnin reyndist vera. Newcastle hefur í millitíðinni farið í gegnum stjóraskipti eftir að Alan Pardew (Pardieu) stakk af og fluttist til London og tók við taumunum hjá Crystal Palace. Eftirmanni hans, John Carver, hefur ekki gengið neitt sérstaklega með liðið en Newcastle er þó í 11. sæti. Ekki amalegur árangur hjá liði sem virðist gera upp á bak reglulega. Á sama tíma hefur gengi United verið töluvert ólíkara en liðið er í bullandi baráttu um meistaradeildarsæti og enn með í bikarnum.
Manchester Utd 3:1 Burnley
Manchester United átti hrikalega slakan leik í kvöld en unnu samt einhvern veginn 3:1 og eru þriðja sæti, fimm stigum á eftir City. Næstu þrír leikir í deildinni eru útileikur gegn Swansea, Sunderland á Old Trafford og svo heimsókn á St James’ Park. Það er algjört lykilatriði að fá hámarksstig úr þessum leikjum. Eftir þá hefst stórleikjahrina þar sem vonandi verði komið á gott skrið.
Byrjunarliðið gegn Burnley
Athyglisvert lið sem hér er stillt upp. Miðja og sókn er óbreytt frá því sem var á sunnudag en ef eitthvað er að marka hvernig United tístir liðsröðinni, og það er það oft, þá gæti þetta litið svona út:
Varamenn: Valdes, Smalling, Valencia, Fellaini, Herrera, Mata, Wilson