Eftir úrslitin í gær verða United nauðsynlega að fá þrjú stig í kvöld.
Eftir 2-1 sigur Arsenal á Leicester þá eru þeir komnir uppfyrir okkur í töflunni. Á sama tíma sigraði Liverpool Tottenham 3-2 og eru nú aðeins tveimur stigum frá United en Tottenham aðeins einu. Liðin hafa þó leikið leik meira þannig að sigur gegn fallbaráttu liði Burnley myndi gera heilmikið.