Þessi sigur í kvöld var ekki öruggur en hann var algjörlega sanngjarn. Það er samt varla fyrirgefanlegt að misnota svona góð færi í leik og það var næstum búið að kosta 2 stig en United getur þakkað David de Gea fyrir enn eina snilldar vörsluna, en hversu mörgum stigum ætli hann sé búinn að bjarga á tímabilinu? Stuttu síðar bjargaði Ashley Young á marklínu en boltinn var kominn með rúmlega hálfur yfir línuna.
Stoke kemur í heimsókn
Annað kvöld kemur í ljós hvort United séu komnir á beinu brautina þegar Sparky kemur í heimsókn með Stoke City. Eftir 0-1 tapið gegn City hafa United unnið 3 leiki í röð sem hefur ekki gerst síðan fyrir ári.
Það má vel vera að David Moyes hafi verið með aðeins fleiri stig á þessum tíma í fyrra en það var áður en honum tókst að rífa liðið í meðalmennskuna sem einkenndi liðið eftir áramót. Munurinn er líka sá að liðið er sífellt að bæta sig og mun ekki síður gera það þegar menn koma tilbaka úr meiðslum.
Manchester United 1:0 Crystal Palace
Mikið var talað um í aðdraganda leiksins að James Wilson myndi fá tækifæri til að byrja leikinn enda átt hann líflega innkomu í tapinu gegn Manchester City. Það varð ekki raunin. Einnig var talað um fátt annað en meiðsli Marcos Rojo og hvað það myndi þýða fyrir varnaruppstillinguna í leiknum og við myndum lenda í miklum vandræðum þar í dag. Það var heldur ekki raunin.
United tekur á móti Crystal Palace
Eftir svekkjandi tapið gegn Manchester City um síðustu helgi er komið kjörið tækifæri til að komast á nauðsynlegt ‘run’ í deildinni. Næstu fjórir leikir eru gegn Crystal Palace, Arsenal, Hull og Stoke. Krafan hlýtur að vera á 12 stig úr þessum leikjum (Moyes tókst ekki að tapa gegn Arsenal). Ef að markmiðið er meistaradeildarsæti þá þarf liðið að byrja að safna stigum.
Djöfullegt lesefni: 2014:08
Lesefni vikunnar:
David de Gea vonar að lærimeistari Edwin van der Sar geti komið honum á toppinn.
Nooruddean Choudry (@beardedgenius) útskýrir hvernig sala Welbeck til Arsenal getur bitið United í rassgatið
Danny Welbeck svarar fyrir sig
Við tókum upp nýjan podcast þátt
Manchester United eru ekki öruggir með að fá Ronaldo
Cristiano Ronaldo mun ekki ganga til liðs við United nema að hann taki á sig umtalsverða launalækkun