Margir voru eflaust smeykir við leikinn í dag enda var vitað að vörnin yrði án Phil Jones, Jonny Evans og Chris Smalling sem ótrúlegt en satt eru meiddir. Til að bæta ofan á það þá er leikjahæsti varnarmaður liðsins á tímabilinu Blackett er í leikbanni. Því var vitað að vörnin yrði skipuð mönnum sem ekkert hafði leikið saman. Spurning var bara hvort það yrði Tom Thorpe eða Paddy McNair sem myndu þreyta frumraun sína ásamt Luke Shaw. David de Gea lék sinn 100. leik fyrir United í dag.
United 4:0 Q.P.R.
Leiksins í dag var beðið af mikilli eftirvæntingu. Eftir frábær lok félagaskiptagluggans var ansi fúlt að þurfa að bíða í 2 vikur eftir næsta leik. Fólk velti vöngum yfir því hvernig van Gaal myndi stilla liðinu upp, hvort hann myndi taka Mata, Rooney eða van Persie úr liðinu fyrir Falcao eða hvort hann myndi halda sig við 3-4-1-2 yfir höfuð.
Liðið sem hóf leikinn leit ca. svona út:
Hverjir komu og fóru?
Inn:
Vanja Milinković | Vojvodina | kaupverð ekki gefið upp |
Ander Herrera | Athletic Bilbao | £29.000.000 |
Luke Shaw | Southampton | £27.000.000 |
Marcos Rojo | Sporting Lissabon | £16.000.000 |
Ángel Di María | Real Madrid | £59.700.000 |
Daley Blind | Ajax Amsterdam | £14.300.000 |
Radamel Falcao | AS Monaco | á láni (með fyrsta kauprétt) |
Út
Federico Macheda | Cardiff City | frjáls sala |
Alexander Büttner | Dynamo Moskva | £4.400.000 |
Jack Barmby | Leicester City | frjáls sala |
Rio Ferdinand | Queens Park Rangers | frjáls sala |
Nemanja Vidic | Internazionale | frjáls sala |
Ryan Giggs | hættur | |
Louis Rowley | Leicester City | frjáls sala |
Sam Byrne | Everton | frjáls sala |
Patrice Evra | Juventus | £1.500.000 |
Bebé | SL Benfica | £2.400.000 |
Shinji Kagawa | Borussia Dortmund | £6.300.000 |
Nani | Sporting Lissabon | Lán |
Javier Hernández | Real Madrid | Lána (með fyrsta kauprétt) |
Wilfried Zaha | Crystal Palace | Lán |
Ángelo Henriquez | Dinamo Zagreb | Lán |
Tom Lawrence | Leicester City | £1.000.000 |
Nick Powell | Leicester City | Lán |
Michael Keane | Burnley | Lán |
Guillermo Varela | Real Madrid Castilla | Lán |
Tom Cleverley | Aston Villa | Lán (með fyrsta kauprétt) |
Danny Welbeck | Arsenal | £16.000.000 |
Burnley 0:0 Manchester United
Þar sem þessi leikur var í samkeppni við málningu að þorna um hvort væri leiðinlegra ætla ég bara að koma með nokkra punkta um leikinn í dag og liðið almennt.
#454369042 / gettyimages.com- Ángel Di Maria leit vel út og það verður ennþá skemmtilegra að sjá hann þegar sterkasta lið verður veljanlegt.
- Darren greyið Fletcher er ekki að eiga góða leiki. En til að vera sanngjarn þá er alltof mikið lagt á hann sem eina leikhæfa djúpa miðjumann liðsins.
- Mér fannst Ashley Young ágætur í dag og framan af leik var hann einn af þeim sem virkilega reyndi eitthvað og hefði í rauninni átt að fá amk eina vítaspyrnu í leiknum.
- Mikið svakalega eiga Mata, van Persie og Rooney illa saman. Van Persie virkaði stirður, Rooney var ósýnilegur og Mata átti einn slappasta leik sinn fyrir Man Utd.
- Vörnin var virkilega óstyrk í dag, sérstaklega framan af leik. Jonny Evans á sínum degi er fínn hafsent en hann verður að hafa leiðtoga með sér í vörninni. Tyler Blackett sem er minnst reyndur af miðvörðunum hefur leikið ágætlega það sem af er.
- Langaði gráta þegar Anderson kom inná fyrir Di Maria.
- Antonio Valencia var enn og aftur skelfilegur. Fyrirgjafirnar gætu ekki verið verri þó hann væri með bundið fyrir augun.
- David de Gea var mjög traustur í dag og þurfti að spila sem sweeper-keeper framan af leik þegar vörnin var hvað lekust.
- Spilið og flæðið í liðinu bættist enn og aftur með innkomu Danny Welbeck.
Maður leiksins að mínu mati var:
Liðið sem hóf leikinn í dag
Bekkurinn: Januzaj (Mata ’87), Hernandez, Welbeck (van Persie ’73), James, M. Keane, Anderson (Di Maria 70′), Amos
United heimsækir Burnley á Turf Moor
Þegar Manchester United heimsótti Burnley árið 2009 voru Cristiano Ronaldo og Carlos Tevez nýfarnir frá félaginu en Antonio Valencia, Gabriel Obertan og Michael Owen voru fengnir í staðinn hóst*Glazer*hóst. Sá leikur endaði með 1-0 sigri heimamanna þar sem Michael Carrick t.d. brenndi af vítaspyrnu. Liðin tvö áttu síðan ólík tímabil þar sem United var í hörkubaráttu um Englandsmeistaratitilinn sem þeir misstu á endanum naumlega til Chelsea en Burnley var í fallbaráttu sem þeir töpuðu á endanum.