Í gær tilkynnti Sporting að argentínski landsliðsmaðurinn Marcos Rojo sé að ganga til liðs við Manchester United. Skömmu seinna barst staðfesting þess efnis frá Manchester United.
Manchester United 0:0 Inter (5:3 eftir vítaspyrnur)
Svona leit liðið út sem byrjaði leikinn
Fyrri hálfleikur var frekar laus við tilþrif. United var þó töluvert betri aðilinn og spilaði oft á tíðum glimrandi vel. Engin mörk litu þó dagsins ljós og ekki var mikið um færi heldur. Það var skrýtið að sjá gamla fyrirliðann okkar leika gegn United og átti hann fínan leik fyrir Inter.
https://twitter.com/gudmegill/status/494271687895298048
https://twitter.com/StrettyNews/status/494276230892777472
United mætir Inter annað kvöld
Það er ekki hægt að segja annað en að United hafi farið nokkuð vel af stað undir stjórn Louis van Gaal. Leikurinn gegn Galaxy var auðvitað ekki besti mælikvarðinn á getu liðsins og sást það best í leiknum gegn Roma. Það merkilega við þann leik var að liðið var ekki að leika neitt sérstaklega vel en endaði samt hálfleikinn með 3-0 forystu. Liðið gaf aðeins eftir í seinni hálfleik og hleypti Roma inn í leikinn eftir að Amos fékk á sig martraðarmark markvarðarins og vafasama vítaspyrnu. Þrátt fyrir það var ég mjög ánægður fyrir tvær sakir. Í fyrsta lagi er liðið að leika eftir nýrri leikaðferð sem það er ekki búið að venjast og liðssamsetningin sem við sáum í seinni hálfleik og fékk á sig mörkin tvö mun líklega aldrei sjást í keppnisleik.
Manchester United 4 : 0 Norwich City
Þessum leik var beðið með mikilli eftirvæntingu vægast sagt. Það er líklega enginn Manchester United maður jafn dáður og Ryan Giggs. Maðurinn er goðsögn og er lifandi dæmi um allt það sem Manchester United stendur fyrir. Á blaðamannafundinum í gær talaði hann mikið um að láta liðið leika meira eins og United á að gera. Hann var líka ekki lengi að sækja Paul Scholes í þjálfarateymið og það gladdi alla stuðningsmenn.
United tekur á móti Norwich í fyrsta leik Giggs sem stjóri
Í sínum fyrsta blaðamannafundi sem knattspyrnustjóri Manchester United byrjaði Ryan Giggs á því að þakka David Moyes fyrir að hafa gefið sér sitt fyrsta tækifæri í þjálfun og og minntist á hvað hann væri stoltur að stýra Manchester United í þeim leikjum sem eftir eru. Hann talaði einnig um það að snúa aftur til United-hugmyndafræðinnar þar sem leikið er af ástríðu og hugrekki og þar sem leikmenn njóta sín á vellinum. Honum er mikið í mun að gefa aðdáendum eitthvað til að brosa yfir í þessum 4 leikjum sem eftir eru. Giggs segir að hjá sér sé sama tilhlökkun og sem leikmaður til næsta leiks og leikmenn hafi staðið sig vel á æfingum og séu einnig spenntir fyrir leiknum á morgun.