Þessi leikur kom undirrituðum talsvert á óvart. Það leit ekki vel út í byrjun þegar liðin voru kynnt. Michael Carrick og Marouane Fellaini áttu að skiptast á að hjálpa til í v örninni eða eins og einhver sagði þá áttu þeir að mynda falska fimmu. Svo var Alexander Büttner mættur í bakvörðinn þar sem bæði var verið að hvíla Evra og gefa Büttner leikæfingu ef sky skyldi að hann þyrfti að leika gegn Bayern. Það var samt margt spennandi við byrjunarliðið líka. Wayne Rooney var fremstur og Juan Mata í holunni og hafði Shinji Kagawa og Ashley Young til aðstoðar. Síðan var meistarinn Darren Fletcher kominn í byrjunarliðið eftir smá hlé.
Rauðu djöflarnir skreppa til Upton Park
Þá er komið aftur að deildinni eftir frækna frammistöðu í meistaradeildinni. Þó svo að heimaleikur gegn Olympiakos eigi að teljast skyldusigur undir eðlilegum kringumstæðum þá er voða fátt eðlilegt við þetta tímabil. Ég ætla ekki að tala um þennan sigur sem vendipunkt því maður hefur brennt sig á ví nokkrum sinnum á tímabilinu. Ef vinnum West Ham í dag þá skulum við sjá til. Heimamenn hafi verið á góði „rönni“ í deildinni sem af er og unnið 5 leiki í röð og var Sam „einn af ríkustu stjórum heims“ Allardyce valinn knattspyrnustjóri mánaðarins.
West Brom 0:3 Manchester Utd
Þegar United vann Crystal Palace í síðustu umferð þá kveiknaði von hjá stuðningsmönnum um það væri vendipunktur á tímabilinu. Svo kom leikurinn gegn Olympiakos. En sigurgangan í deildinni hélt áfram í dag.
Þetta var ekki fallegasti fótboltaleikur tímabilsins og maðurinn með flautuna stóð sig ekki jafnvel og hann myndi vilja. Heimamenn komust upp með ansi margt, hóst, Amalfitano, hóst. En fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 34. mínútu þegar Phil Jones skallaði laglega inn aukaspyrnu Robin van Persie. Staðan 0-1 fyrir United og þannig stóðu leikar í hálfleik.
West Brom á útivelli
Þökk sé dapurri spilamennsku í deildarbikarnum þá höfum ekki séð Manchester United leika knattspyrnu síðan í stórleiknum gegn Olympiakos sem er samróma álit ritstjórnar síðunnar versti leikur United á tímabilinu og þá er mikið sagt. Eftir jafn andlausa og lélega spilamennsku þá er það ekki það besta að fá langt frí milli leikja. En ef þetta lið hefði snefil af sjálfstrausti og lágmarks vítaspyrnu hæfileika þá hefði það leikið í úrslitaleiknum gegn City.
Manchester United 2:2 Fulham
Þessi leikur er með þeim sorglegri sem ég hef séð lengi. Spilamennska liðsins var svo gjörsneydd öllu hugmyndaflugi að það var átakanlegt að horfa á það. Sir Alex Ferguson sagði í kveðjuræðu sinni að nú þyrftum við að standa með nýja stjóranum okkar. Þið sem hafið verið duglegust heimsækja bloggið eða hafið nennu í að fylgja okkar á twitter hafa séð það að við höfum ávallt látið David Moyes njóta vafans. Það var vitað að þetta yrði tímabil breytinga og flestir ef ekki allir stuðningsmenn liðsins voru ekki að fara að búast við einhverri titilbaráttu. Hinsvegar hefur gengi liðsins verið fyrir neðan allar svörtustu spár. Þó svo að leikurinn í dag hafi ekk tapast þá kristallast í honum nákvæmlega hvað vandamálið er. Moyes kann ekki á liðið. Það er hægt að tala um heppni og ákvarðanir en glætan að það eigi við um nánast alla leiki tímabilsins. Það hafa ekki komið margir leikir á þessu tímabili sem eiga að vera borðleggjandi en þetta var svoleiðis leikur. Vorum að spila gegn versta liði deildarinnar og ekki vantaði í framlínuna en van Persie, Rooney og Mata byrjuðu allir. Kaupin á Juan Mata gáfu okkur von en þeim var ekki fylgt á eftir með kaupum á manni í stöðurnar þar sem svo sárlega vantar í. Það kom ekki að sök gegn Cardiff enda hefur United bara unnið velsku liðin í deildinni á nýju ári. Svo kom leikurinn gegn Stoke sem verður að teljast ein slakasta frammistaða sem ég hef séð frá Manchester United. Leikurinn í dag var í rauninni bara framhald af þeim leik. Eina taktíkin í dag var að bomba fyrirgjöfum inní teig sem virtust ekkert endilega þurfa að finna samherja og gerðu það ekki nema í 18 af 81 tilvikum og hvorugt markið kom eftir fyrirgjafir. Samkvæmt tölfræðinni ætti United að hafa unnið leikinn sannfærandi en knattspyrnan gefur oft skít í tölfræðina. Það kannast stuðningsfólk United við enda hefur Moyes slegið ófá vafasöm met frá því að hann tók við.