Munið þið eftir þeim tíma þegar ykkur hlakkaði til að horfa á United leiki? Munið þið eftir því þegar þið fylltust ekki af tregablendnum ótta fyrir leiki gegn liðum á borð við Stoke, West Brom eða Fulham? Þetta hefur verið okkar veruleiki sem stuðningsfólk Manchester United á þessu tímabili. Síðasti leikur okkar var útileikur gegn Stoke þar sem verður að viðurkennast að hvorugt liðið spilaði vel en Stoke skoraði fleiri mörk. Það að byrja með 3 miðverði inná en enda fyrri hálfleikinn með 1 gæti hafa sitt að segja og skiptingarnar hjá Moyes voru ekki réttar. Hann ætlaði að henda í sókn en hefði kannski átt henda miðjumanni inná. En það er búið og gert.
Chelsea 3:1 Manchester United
Fyrir þennan leik bjuggust flestir við sigri Chelsea. Meira að segja stuðningsmenn okkar megin. Ég man hreinlega ekki eftir því að fara í leiki og ‘vonast’ eftir sigri. Ekki bara gegn stóru liðunum heldur gegn öllum liðunum.
United byrjaði leikinn mjög vel og léku í raun töluvert vel í fyrri hálfleiknum en eins og oft áður í vetur voru þeir sviknir af 5.flokks varnarleik. Samt sem áður gaf 2-0 forysta Chelsea í hálfleik engan veginn rétta mynd af leiknum.
Vængbrotnir Rauðir djöflar heimsækja Stamford Bridge
Á morgun leika Manchester Utd við Chelsea á útivelli. Robin van Persie verður ekki með og ekki heldur Wayne Rooney. Ashley Young er líka meiddur sem veikir liðið líklega ekki neitt og sem fyrr eru Fellainio og Nani frá ásamt Phil Jones og Patrice Evra. Jonny Evans og Rio Ferdinand eru líklega leikfærir.
Ég held að ég hafi aldrei verið jafn svartsýnn fyrir stórleik hjá United í þau rúmu 20 ár sem ég hef stutt liðið. Það er ekki eins og liðið hafi aldrei lent í meiðslakrísum fyrr en liðið hafði alltaf magnaðan baráttuanda sem Alex Ferguson barði í það. Það er helsti munurinn á liðinu núna og undanfarin ár að liðið virðist ekki vilja leggja sig 110% fram fyrir David Moyes eða að þeir eru einfaldlega ekki jafn hræddir við að spila illa fyrir hann og fyrir Ferguson.
Aston Villa 0:3 Manchester United
Það hlaut að koma að því. Ekki bara sannfærandi sigur heldur mörk frá þeim Danny Welbeck og Tom Cleverley sem hafa mikið verið gagnrýndir fyrir slakar frammistöður og þá sérstaklega Welbeck. Sérstaklega var ánægjulegt að sjá Darren Fletcher koma inná og fá 20 mínútur.
United stóð frammi fyrir því að mögulega tapa 3 leikjum í röð en það hefur bara tvisvar gerst í sögu úrvalsdeildarinnar (Bjössi við vitum að fótboltinn var ekki fundinn upp þá). United var nánast að spila 4-3-3 með Rooney sem framliggjandi miðjumann fyrir framan Cleverley og Giggs. Það var mjög mikill léttir að sjá Jones þar sem hann á heima á kostnað Ferdinand sem hefur alls ekki verið að gera góð mót hingað til. Hinn unga Januzaj er alltaf gaman að sjá í byrjunarliði og hann lýsti því yfir á dögunum að vilja að vera allt sitt líf hjá United. Einhverjir voru eflaust efins með þá ákvörðun að láta Welbeck byrja en það borgaði sig í dag, heldur betur.
Tottenham 2:2 Manchester United
Jafntefli er niðurstaðan eftir hörkuleik á White Hart Lane. Leikurinn var opinn og nokkuð skemmtilegur og spennandi fram að lokaflautunni. Tvisvar sinnum komust Tottenham yfir í leiknum og jafnharðan jafnaði Wayne Rooney fyrir okkur.
Nokkrar hugleiðingar og viðbrögð
- Í þessum leik sannaðist enn og aftur að það er hreinlega ekki næg breidd á miðjunni.
- Danny Welbeck virkaði ekki alveg 100%.
- Anderson virðist einungis vera á bekknum til að varamenn séu 7 talsins.
- Tom Cleverley spilar ekki mjög „cleverly“.
- Wayne Rooney er klárlega besti leikmaður deildarinnar það sem af er.
- Enn og aftur gefum við aukaspyrnur á stórhættulegum stað og er okkur refsað fyrir það.
- Sá Patrice Evra sem lék í dag er ekki sá sami og við höfum verið sjá síðasta árið.
- Chris Smalling getur ekki gefið boltann fyrir.
- Eins gott að eina ástæðan fyrir því að Smalling sé tekinn framyfir Rafael séu meiðsli síðarnefnda.
- Danny Welbeck, Phil Jones og Chris Smalling léku allir úr stöðu í dag og það sást.
- Erum 9 stigum á eftir toppliði Arsenal en mig grunar að margt eigi enn eftir að breytast áður en yfir lýkur.
Maður leiksins er að sjálfsögðu Wayne Rooney