Á morgun mæta okkar menn því liði sem hefur líklega valdið mestum vonbrigðum í deildinni hingað til. Tottenham hafa fengið leikmenn fyrir rúmar 100 milljónir punda og hafa slegið met í leikmannaverði tvisvar ef ekki þrisvar. Liðið er búið að leika 12 leiki og skora 9 mörk og þar af 4 úr vítum ef mér skjátlast ekki. Undir lok síðustu leiktíðar voru einhverjir og undirritaður meðtalinn ekki sammála því að Gareth Bale væri besti leikmaður deildarinnar miðað við tölfræði um framleiðni þeas mörk og stoðsendingar og stig unnin fyrir liðið. Miðað við hvernig Tottenham hafa verið að leika í vetur viðurkenni ég að hafa vanmetið gildi Bale. Þó svo að hann hafi ekki skorað eða lagt upp jafnmörg mörk og t.d. Theo Walcott hjá Arsenal þá virðist nærvera hans í liðinu hafa losað um aðra leikmenn og þar af leiðandi hjálpað liðinu að skora og vinna inn einhver stig.
Fulham 1:3 Manchester United
Það hefur oft verið að sagt að fótbolti sé leikur tveggja hálfleika og leikurinn í dag var engin undantekning.
Byrjunarliðið leit svona út
De Gea
Rafael Vidic Evans Evra
Jones Cleverley
Valencia Rooney Januzaj
Van Persie
Bekkur: Lindegaard, Smalling, Fellaini, Kagawa, Nani, Young, Hernandez.
United byrjuðu leikinn mjög grimmt og ætluðu augljóslega að skora snemma og það tókst þegar Wayne Rooney lagði boltann óeigingjarnt á Antonio Valencia sem skoraði laglega
Fulham á Craven Cottage
Eftir ansi glæsilega frammistöðu gegn Norwich í Capital One bikarnum þá er aftur komið að deildinni. Fulham hefur ekki gengið neitt sérstaklega í deildinni það sem af er.
Manchester United vann Fulham úti á síðasta tímabili 1-0 og vonandi sigrum við aftur núna og bara með meira af mörkum.
Samkvæmt physioroom.com eru bara Danny Welbeck og Darren Fletcher á meiðslalistanum og hjá Fulham eru Matthew Briggs, Hugo Rodallega og Brede Hangeland fjarri góðu gamni.
Manchester United 1:0 Real Sociedad
Það var gaman að sjá Own Goal mæta hressan til leiks í kvöld. Hann skoraði ófá mörkin fyrir okkur um árið.
Þessi sigur var sanngjarn, vægast sagt. Liðið spilaði mjög vel og ekki síst vörnin. Evans og Jones voru alveg með þetta og spurningin er hvenær en ekki hvort þeir muni verða miðvarðarpar númer eitt. Sociedad áttu engin alvöru færi, mestallt voru skottilraunir utan af velli sem besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar átti ekki í vandræðum með.
Manchester United tekur á móti Real Sociedad
Eftir vægast sagt svekkjandi frammistöðu og úrslit gegn Southampton á heimavelli um síðustu helgi er komið að öðrum heimaleik. Að þessu sinni mætum við Real Sociedad sem hafa ekki verið alltof sannfærandi í sinni deild og sitja nú í 12.sæti La Liga.
Danny Welbeck, Tom Cleverley, Nemanja Vidic og Rio Ferdinand eru tæpir vegna meiðsla en búist er við að einhverjir að þeim muni þó koma við sögu annað kvöld.