Eftir vonbrigðin á mánudaginn hefur forysta okkar minnkað niður í 12 stig. Til þess að trygga titilinn þá vantar okkur 10 stig í viðbót að því gefnu að City vinni rest.
Það er ekki beint hægt að sjá að það hafi verið meistarabragur á United síðan í byrjun marsmánaðar. Allir stóru leikirnar hafa tapast undanfarið og munar um það að Robin van Persie virðist vera fyrirmunað að skora en hann hefur ekki skorað í um 700 mínútur. Wayne Rooney hefur skorað nokkur mikilvæg mörk og sýnir það hversu nauðsynlegt það er að hafa nokkra góða framherja. Þetta mark Rooney gegn Norwich var valið mark marsmánaðar hjá ManUtd.com. Ashley Young er meiddur og verður frá í 2 vikur.