Manchester United er með fimmtán stiga forystu í deildinni. Hljómar fáránlega en samt svo fallega. Hver hefði trúað því? Eftir rosalega slaka frammistöðu City gegn Southampton þar sem þeir töpuðu sanngjarnt og sannfærandi þá áttum við Everton daginn eftir. Fergie sá þarna tækifæri til að ná tólf stiga forystu í deildinni og breytti liðinu í samræmi við það, það skilaði árangri og munirinn orðinn tólf stig.
Liðið sem byrjar gegn QPR
Liðið er komið
De Gea
Rafael Ferdinand Vidic Evra
Nani Giggs Carrick Young
van Persie Hernandez
Bekkur: Lindegaard Evans Valencia Anderson Rooney Welbeck Cleverley
Sterkt byrjunarlið hjá okkar mönnum og það á greinilega að ná fimmtán stiga forskoti. Ánægjulegt að sjá Nani byrjunarliðinu eftir góða frammistöðu gegn Reading. KOMASO!
Queens Park Rangers á morgun
Síðast þegar United lék í deildinni unnum við 2:0 vinnusigur á sterku liði Everton. Í millitíðinni gerðum við 1:1 jafntefli á Bernabeu og unnum Reading 2:1 í bikarnum.
Síðast þegar við lékum gegn QPR unnum við 3:1 sigur í fyrsta leik Redknapp með liðið. Markalaust var í þeim leik þangað til á 52.mínútu þegar Jamie Mackie kom þeim yfir. Svo kom 8 mínútna kafli þar sem þeir Jonny Evans, Darren Fletcher og Chicharito skoruðu og kláruðu leikinn.
Rauðu djöflarnir lesa
Það helsta sem við lásum undanfarið:
Robin van Persie: Rene Meulensteen er leynivopn Manchester United
Wayne Rooney: Allir standa bakvið De Gea
Vangaveltur um hvort möguleg félagsskipti Frank Lampard til United séu málið
Síðan 1937 hafa Manchester United teflt uppöldum leikmönnum í öllum leikjum, 3,623 samtals
Davide Petrucci skorar glæsilegt mark fyrir Peterbrough gegn Leicester
Manchester Utd 2:1 Southampton
Leikurinn fór mjög einkennilega af stað þegar Michael Carrick átti óskiljanlega sendingu aftur á de Gea sem náði ekki til boltans og Jay Rodriguez skoraði í autt markið, 0:1 eftir aðeins rúmar 2 mínútur. Á þessum tíma var spilið mjög tilviljunarkennt og illa gekk að byggja upp sóknir. Það var svo á 8.mínútu að United jafnaði leikinn, var á ferðinni Wayne Rooney sem skoraði laglegt mark. Eftir markið þá var eins og allt annað United lið væri á vellinum, flott spil og gaman var að sjá Kagawa spila vel en hann var nánast búinn að koma United yfir en skotið hans fór í stöngina. Robin van Persie tók aukaspyrnu á hægri kantinum sem rataði á kollinn á Patrice Evra sem skalli boltann fyrir á Rooney sem gat ekki annað en skorað, staðan 2-1. Þrátt fyrir tilraunir þá var ekki meira skorað, 2:1 í hálfleik.