Bekkur: Lindegaard, Rafael, Ferdinand, Nani, Valencia, Cleverley, Büttner
Southampton á Old Trafford
Síðast þegar þessi tvö lið mættust á St. Mary’s skoraði Robin van Persie sína fyrstu þrennu fyrir United. Leiknum lauk 3-2 eins og svo mörgum af okkar leikjum. Leikskýrslu þessa leiks er að finna hér.
Félagsskiptaglugginn er búinn að vera á fullu þennan mánuðinn og hafa bæði liðin verið að fá til sín leikmenn. Southampton fengu hinn norska Vegard Forren frá Molde sem Liverpool var líka á eftir og United keyptu hinn efnilega og eftirsótta Wilfried Zaha frá Crystal Palace en hann mun klára tímabilið á lánssamningi hjá Palace.
Bikarleikur gegn Fulham á Old Trafford
Fyrsti heimaleikur United í deildinni þetta tímabil var gegn Fulham, fyrsti af mörgum 3:2 sigrum tímabilsins. Þessi lið eru á ólíkum stað í deildinni þar sem United er á toppnum á meðan Fulham er í 14. sæti sex stigum frá fallsæti. Einhverjir gætu sagt að við værum óheppin að fá strax 2 úrvalsdeildarlið í röð svona snemma í keppninni, reyndar hafa verstu klúðrin yfirleitt verið gegn liðum úr deildunum fyrir neðan.
Rauðu djöflarnir lesa
Það helsta sem við lásum í vikunni:
Manchester United eru komnir tvo kínverska stuðningsaðila
Suarez heldur áfram að væla og segir United stjórna fjölmiðlunum á Englandi
Guardian skrifar um símtalið sem fékk Van Persie til United
Adam Marshall með flotta grein um De Gea eftir leikinn gegn Tottenham
ROM kom með tvær góðar greinar um United og eyðslu. Fyrri greinin svarar þeim sem segja að United hafi aðeins unnið titla því þeir borguðu meira fyrir leikmenn. Seinni greinin ber saman eyðslu United við helstu keppinautana.
West Ham í bikarnum, önnur tilraun
Hún verður ekkert rosaleg löng þessi upphitun þar sem ekki er langt síðan að þessi lið mættust síðast. Í millitíðinni unnum við Liverpool heima á meðan West Ham töpuðu úti gegn Sunderland 3:0.
Á dögunum bárust þær fréttir að meiðslalistinn frægi væri að verða styttri og nánast allir heilir fyrir leik morgundagsins fyrir utan Jonny Evans sem er eitthvað meiddur í hásin. Svo er óvíst hvort Wayne Rooney verði með en hann hefur verið í leyfi eftir að konan hans missti systur sína á dögunum. Nemanja Vidic og Ashley Young verða líklega hvíldir eftir að hafa farið laskaðir af velli á sunnudaginn.