Robin van Persie er leikmaður mánaðarins á Rauðu djöflunum. Van Persie hlaut yfirburðarkosningu hér síðunni eða um 70% atkvæða.
Margir höfðu efasemdir þegar upp kom að Alex Ferguson væri á eftir fyrirliða Arsenal enda var það trú manna að framherji væri ekki það sem liðið vantaði heldur herforingi á miðjuna.
Arsenal menn reyndu að sannfæra sjálfa sig um að þeir hefðu grætt á viðskiptunum enda þykir nokkuð gott að fá 22 milljón pund fyrir 29 ára leikmann á síðasta ári á samningi.