Manchester United lék sinn annan leik á undirbúningstímabilinu í dag á Kiyan Prince Foundation vellinum sem áður hét Loftus Road. Heimamenn stilltu upp sínu nánast sterkasta liði í dag með hinn margreynda Charlie Austin í framlínunni. Gestirnir frá Manchester eiga enn eftir að endurheimta leikmennina sem léku á Evrópumótinu í sumar og liðsuppstillingin í dag var ekki sú mest spennandi. Í fjarveru byrjunarliðsins eru leikmenn eins og Dan James, Jesse Lingard, Facundo Pellistri að fá tækifæri til að sýna sig fyrir öðrum liðum í glugganum og ólíklegt að tveir af þeim leiki annars staðar á komandi tímabili. Annar leikmaður í svipaðri stöðu er Andreas Pereira.
103. þáttur – EM2020 uppgjör og væntanleg leikmannakaup
Maggi, Gunnar, Steini og Bjössi og fóru yfir Evrópumótið í knattspyrnu, fóru rækilega yfir væntanleg leikmannakaup og slúður.
Djöflavarpið er í boði:
Adidas á Íslandi. Hægt er að nálgast vörur adidas á eftirtöldum stöðum:
Jói Útherji
Músík og sport
Adidas á Íslandi
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan, auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Manchester United 1:1 Fulham – Fyrsti leikur með áhorfendum
Manchester United tók á móti fallliði Fulham á Old Trafford í gærkvöldi. Leikurinn var sá fyrsti með áhorfendum í ca. 14 mánuði. Leikurinn sem slíkur skipti hvorugt liðið máli en Fulham var þegar búið að falla og United búið að tryggja sér Meistaradeilarsætið fyrir nokkru síðan. Þar sem Manchester City var búið að vinna titilinn var eina spurningin hvort United myndi enda í 2. eða 3. sætinu. Þar sem þessi leikur endaði í jafntefli þurfti að treysta á sigur Chelsea eða stig í lokaumferðinni. Þar sem Chelsea sigraði Leicester varð 2. sætið tryggt.
Fáranlega fimm daga törnin heldur áfram
Tveimur dögum eftir góðan sigur á Aston Villa og tveimur dögum á undan fjandaslagnum gegn Liverpool tekur Manchester United á móti Leicester City. Leikurinn skiptir öllu máli fyrir gestina en litlu máli fyrir Rauðu djöflanna þökk sé Gylfa og félögum hans í Everton sem sigraði West Ham um helgina. Leicester einfaldlega verður að vinna tvo og gera eitt jafntefli í leikjunum sem liðið á eftir til þess að komast aftur Meistaradeildina og með því tryggja fimmtudagsfótbolta á Anfield næsta árið.
102. þáttur – Ris og fall Ofurdeildarinnar – Hvað gerist næst?
Maggi, Gunnar og Bjössi og ræddu þetta ævintýralega klúður sem þessi áform um Ofurdeild Evrópu reyndist vera. Tekin var umræða um eigendur liðsins, uppsögn Ed Woodward og gott gengi liðsins undanfarið.
Djöflavarpið er í boði:
Adidas á Íslandi. Hægt er að nálgast vörur adidas á eftirtöldum stöðum:
Jói Útherji
Músík og sport
Adidas á Íslandi