Í dag birtum við innsendan pistil frá Barða Páli Júlíussyni sem er búsettur í Barcelona. Þar horfir hann á United-leikina á börum auk þess að hafa takmarkaðan aðgang að netsambandi. Hann hefur því þurft að byrgja inn í sér allt sem honum hefur langað að segja um liðið sitt, Manchester United. Hann sendi okkur því eftirfarandi pistil þar sem hann léttir af hjarta sínu. Gefum Barða orðið:
Podkast Rauðu djöflanna – 6. þáttur
Þáttur nr. 6 er kominn í loftið! Að þessu sinni voru Björn Friðgeir, Tryggvi Páll, Magnús og Sigurjón til tals. Við spjölluðum um leikinn gegn West Ham, Louis van Gaal og framtíðina. Einnig pældum við aðeins í Wayne Rooney sem miðjumanni og hvað sé eiginlega málið með Adnan Januzaj?!
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podcast-forrit:
Lokadagur félagaskiptagluggans
00:02 Darren Fletcher er orðinn leikmaður West Bromwich Albion. Við þökkum honum samfylgdina og búumst allt eins við að sjá hann síðar meir sem þjálfara hjá United.
23:57 UNITED FÆR ANDY KELLETT AÐ LÁNI FRÁ BOLTON WANDERERS. Jahér. Kellett er 21 ára varnarmaður sem búinn er að vera að spila sem lánsmaður fyrir Plymouth Argyle í D-deildinni í vetur. Ef einhver heldur að við séum að redda okkur hægri bakverði þá er það misskilningur. Kellett er nefnilega vinstri bakvörður. Kellett er án efa hugsaður fyrir U21 liðið sem er nú reyndar orðið mjög þunnskipað eftir öll útlánin
Podkast Rauðu djöflanna – 5. þáttur
Þáttur nr. 5 er kominn í loftið! Að þessu sinni voru Björn Friðgeir, Tryggvi Páll, Magnús og Sigurjón til tals. Við spjölluðum um sigurinn gegn Liverpool, jólatörnina, Falcao, Ashley Young, leikina framundan og margt margt fleira.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podcast-forrit: