2. september Tom Cleverley er farinn til Aston Villa á láni. Villa hefur möguleika á að kaupa hann á 7,5 milljón punda.
Spáð í spilin
Tveir dagar í mót, spennan er í hámarki. Hér spáir ritstjórn síðunnar í spilin og hitar upp fyrir tímabilið.
Luke Shaw er leikmaður Manchester United *staðfest*
Eftir spennandi tvo daga með Ander Herrera eru önnur kaupin á jafnmörgum dögum gengin í gegn. Vinstri bakvörðurinn Luke Shaw hefur skrifað undir 4 ára samning við Manchester United.
Fréttirnar voru löngu leknar út, Shaw búinn að breyta Twitter upplýsingum um sig í „Leikmaður Manchester United“ áður en hann breytti til baka, en loksins kom staðfestingin frá United:
.@LukeShaw3 joins @AnderHerrera8 as an #mufc player. Welcome to the club! Full story: http://t.co/xCBqiqNPmI pic.twitter.com/NR4acNQuNS
Ander Herrera er leikmaður Manchester United (staðfest)
Þegar allir blaðamenn á helstu blöðunum í Englandi koma með nákvæmlega sömu frétt á sama tíma er ljóst að eitthvað er að fara að gerast. Við sáum þetta gerast þegar David Moyes var rekinn og við sáum þetta gerast þegar Louis van Gaal var ráðinn. Við sáum þetta líka í gær þegar Twitter fylltist skyndilega af tístum frá þessum blaðamönnum um að United væri við það að kaupa Ander Herrera, 24 ára gamlan miðvallarleikmann Athletic Bilbao.
Fréttir og slúður og Excel skjal fyrir HM
Það er óþarfi að vera að halda því fram að það sé ALLT AÐ GERAST!!! hjá United. En það er hægt að taka saman smá pistil og tengja á helsta slúður.
Nýjast! Luke Shaw sagði forráðamönnum Southampton eftir síðasta leik í deildinni að hann vilji til United. BBC greinir frá þannig þetta er solid.
Andy Mitten fer rækilega í saumana á hvernig hlutirnir virka á ‘silly season’ Í annarri grein skrifar Mitten um hversu nálægt United var því að kaupa Fabregas í fyrra og hvar hann muni mögulega spila sína knattspyrnu á komandi tímabili.