Welcome 𝗵𝗼𝗺𝗲, @Cristiano 🔴#MUFC | #Ronaldo
— Manchester United (@ManUtd) August 27, 2021
Upphitun fyrir tímabilið 2021-22
Þá er komið að því að boltinn fari aftur að rúlla hjá okkar mönnum í Manchester United. Eftir sumarfrí með alls konar veðri, alls konar Covid-ástandi og EM alls staðar er komið að því að sjá alvöru fótbolta aftur. Ná okkar menn að byggja ofan á árangurinn á síðasta tímabili? Er ekki kominn tími til að koma loksins aftur með alvöru titil á Old Trafford? Hvernig detta nýju leikmennirnir inn í þetta?
Niðurstöður úr könnuninni
Fyrir viku síðan settum við í Rauðu djöflunum inn könnun þar sem við vildum forvitnast um álit ykkar lesenda (og hlustenda) á starfinu okkar. Nú í framhaldinu langaði okkur að fara aðeins yfir helstu niðurstöður úr þeirri könnun og hvernig við höfum hugsað okkur að tækla þær í framhaldinu.
Frábær viðbrögð
Til að byrja með langar okkur að þakka kærlega fyrir frábær viðbrögð. Það tók ekki langan tíma að ná úrvalssvörun og margir gáfu sér tíma í að koma líka með ábendingar og hugmyndir fyrir okkur. Þetta er allt mjög vel þegið og setti ákveðna hluti í samhengi fyrir okkur sem við höfðum verið að ræða okkar á milli.
Hvað finnst þér um Rauðu djöflana?
Við hjá Rauðu djöflunum höfum haldið þessari síðu úti síðan 2012. Við höfum séð ýmislegt með liðinu okkar á þeim tíma og fjöldi pistla á síðunni nálgast nú 1.800 stykki. Við höfum einnig haldið úti hlaðvarpi síðan 2014 og erum við það að detta í 100. þáttinn.
Okkur langar að kanna hvað lesendum okkar finnst um efnið sem við bjóðum upp á og hvernig við gætum gert betur í framtíðinni. Ef þið viljið hjálpa okkur að gera síðuna betri, endilega takið þátt í þessari könnun sem við gerðum. Hún er í lengri kantinum, 30 spurningar, en við erum þakklátir öllum sem gefa okkur tíma í að svara.
Manchester United 0:0 Chelsea
Byrjunarliðið kom aðeins á óvart, Mata og James fengu tækifæri og Alex Telles var hvíldur. Facundo Pellistri spilaði í U-23 leiknum í gærkvöld og frumraun hans með aðalliðinu bíður
Bekkur: Henderson, Tuanzebe, Matic, Pogba 58′, van de Beek, Cavani 58′, Greenwood 83′.
Gestirnir frá Lundúnum stilla upp þessu byrjunarliði:
Leikurinn var nokkuð opinn fyrstu mínúturnar en svo fór Chelseas að taka völdin og var sterkara liðið án þess þó að skapa sér afgerandi færi. Um miðjan hálfleikinn snerist spilið siðan og United fór að sækja, en engin færi sem orð er á gerandi.