Þá er komið að því sem allir hafa beðið eftir, uppgjör Rauðu Djöflanna fyrir tímabilið 2013/2014.
Hver er ykkar skoðun á frammistöðu United á þessu tímabili?
Tryggvi
Frammistaða félagsins á þessu tímabili var afleit frá A-Ö. Allt frá sumrinu 2013 til vorsins 2014. Það var ljóst að þegar snilli Sir Alex Ferguson nyti ekki lengur við þyrfti að fjárfesta verulega í nýjum leikmönnum. Það gerðist ekkert nema það að Moyes og Woodward keyptu Fellaini á örvæntingarfullan hátt korter fyrir lokun á sjoppunni. Sumrið setti bara tóninn fyrir tímabilið sjálft sem gekk ekki vel, vægast sagt Liðið endar í 7. sæti með lélegustu titilvörn í sögu deildarinnar frá því að Blackburn gerði það sama árið 1996. Það er ekki boðlegt og það er afar fáir sem geta stigið frá þessu tímabili og verið ánægðir með sjálfan sig. Það er ekki bara hægt að enda fingrum á Moyes, leikmennirnir verða að taka sinn skerf af sökinni. Eftir allt saman er þetta sama lið og rúllaði upp deildinni tímabilið áður. Þeir tóku Moyes aldrei í sátt og ef þeir hefðu kannski lagt sig aðeins meira fram um að hjálpa Moyes væri liðið ekki í þessari stöðu. Á móti kemur að kannski var það bara jákvætt. Við erum laus við Moyes, sem var líklega aldrei að fara gera neitt með þetta félag.