Það er ekki hægt að segja að undanfarin ár hafi Manchester United stillt upp stöðugu liði, eða að besta ellefu manna lið þess hafi verið vel þekkt. Engu að síður var uppstilling oftast nær eins, vörn, tveggja manna miðja, kantmenn sem oft komu vel inn á miðjan völlinn í sóknum, einn í holunni eða svo, og framherji.
Búast má við að David Moyes haldi að mestu uppteknum hætti, þó að eitthvað nýtt komi til. Mögulegt er að hann noti meira tvo framherja saman, frekar en að annar liggi aftur, sem sést á notkun Danny Welbeck í fyrstu leikjunum og gætu orðið góðar fréttir fyrir Javier Hernandez þegar hann verður heill.