Lesefni Pistlar Ritstjóraálit Stjórinn

Louis Van Gaal: Uppgjör

Louie Louie, oh no
Sayin’ we gotta go, yeah yeah, yeah yeah yeah
Said Louie Louie, oh baby
Said we gotta go

Þó brottför Louis Van Gaal hafi ekki alveg verið háttað eins og fyrsta versið í laginu Louie Louie eftir The Kingsmen er háttað þá hefur Hollendingurinn yfirgefið Manchester United eftir tvö ár við stjórnvölin.

Þó svo að margir hafi viljað sjá hann klára síðasta árið af samningnum sínum þá eru enn fleiri sem telja að samband Manchester United við Van Gaal hafi staðið of lengi. Hvað þá fyrst Portúgali að nafni José Mourinho sé á lausu í dag. Samkvæmt könnun sem var gerð nýlega meðal þeirra stuðningsmanna félagsins sem mæta á leiki þá vildu 80% sjá stjórann fara í sumar. Lesa meira

Enska úrvalsdeildin

Bournemouth á Old Trafford

Jæja, síðasti leikur tímabilsins er á morgun þegar Eddie Howe og hans menn koma í heimsókn.

Louis Van Gaal reyndi að sannfæra menn um að sæti í Meistaradeildinni að ári væri enn möguleiki á blaðamannafundinum í gær. Með tapinu gegn West Ham í síðustu umferð þá verður samt að segjast að þeir möguleikar eru litlir sem engir. Jafntefli í þeim leik hefði gert það að verkum að Manchester City hefði þurft að fara til Wales og vinna Swansea, en núna dugir þeim að tapa ekki! Lesa meira

Enska úrvalsdeildin

Manchester United 2:0 Crystal Palace

Nokkuð þægilegur 2-0 sigur á Crystal Palace í kvöld.

Liðið sem hóf leik var eftirfarandi;

1
De Gea
36
Darmian
17
Blind
12
Smalling
25
Valencia
35
Lingard
28
Schneiderlin
9
Martial
10
Rooney
8
Mata
39
Rashford

Bekkurinn; Romero, Fosu-Mensah, Rojo, Young, Fellaini (’77), Herrera (’71) og Memphis (´64 mín).

Það fyrsta sem maður tók eftir þegar leikurinn byrjaði var að stúkan var hálftóm. Að sama skapi var augljóst að Morgan Schneiderlin var í rauninni eini djúpi miðjumaður United í fyrri hálfleik. Fyrir framan hann voru svo Juan Mata og Wayne Rooney, á vængjunum voru svo Anthony Martial og Jesse Lingard. Lesa meira

Enska úrvalsdeildin

Crystal Palace kemur í heimsókn

Á morgun koma lærisveinar Alan Pardews í heimsókn á Old Trafford.

Í mjög stuttu máli þá er þetta frekar einfalt, til að halda draumnum um að spila í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili þá þarf leikurinn á morgun að vinnast. Mjög einfalt.

En við skulum þó aðeins fara ofan í saumana hérna.

Crystal Palace
Eftir að hafa gert 0-0 jafntelfi við okkar menn í lok október þar sem þeir voru almennt á fínu róli þá fór allt til fjandans og er Crystal Palace búið að sogast niður í fallbaráttu. Þeir eru þó níu stigum frá fallsæti svo þeir hafa eflaust ekki of miklar áhyggjur af því að spila í Championship deildinni á næsta ári. Lesa meira