Enn og aftur brennir maður sig á því að vera spenntur fyrir byrjunarliði fyrir leik en Tottenham voru ekki lengi að kippa manni niður á jörðina. Eftir að hafa haldið hreinu í sex leikjum í röð þá tók það Tottenham aðeins 11 sekúndur að koma knettinum í netið. Tottenham virtust njóta þess að spila fyrir framan flesta áhorfendur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar á meðan leikmenn Manchester United virtust ekki vita hvort þeir væru að koma eða fara.
Heimsókn á Wembley
…
“Lads it’s Tottenham” ⚽️ pic.twitter.com/85Qq79TmIJ
— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) October 28, 2017
Á morgun, klukkan 20:00, fer José Mourinho með drengina sína, og okkar, í heimsókn á Wembley þar sem þeir munu mæta Harry Kane-liðinu eða Tottenham Hotspur eins og þeir kallast víst í daglegu tali. Að öllu gamni slepptu þá er þetta risa stór leikur og gæti hann haft mikil áhrif á komandi vikur hjá báðum liðum.
Leicester City 2:2 Manchester United
Það má færa rök fyrir því að leikmenn Manchester United hafi verið í jólaskapi í kvöld en þeir svo gott sem gáfu Leicester City stig. Lokatölur 2-2 í leik sem United hefði átt að vinna örugglega. Eftir nokkra leiki í röð þar sem sóknarleikur United hefur ekki verið upp á marga fiska þá var liðið mjög sprækt í kvöld, í raun það sprækt að það hefði eins og áður sagði átt að vinna þennan leik nokkuð örugglega.
Manchester United 4:1 Newcastle United
Jæja. Eftir hæga byrjun í dag þá komu okkar menn til baka og unnu á endanum mjög sannfærandi sigur á Rafa Benitez og lærlingum hans í Newcastle United.
Byrjunarlið dagsins
José Mourinho kom á óvart og stillti upp einstaklega sóknarsinnuðu liði sem innihélt meðal annars Antonio Valencia og Ashley Young í bakvörðum, Nemanja Matic og Paul Pogba á tveggja manna miðju, Juan Mata í holunni á bakvið Romelu Lukaku og Marcus Rashford og Anthony Martial á sitt hvorum vængnum.
Paul Pogba snýr aftur í byrjunarliðið
José Mourinho hefur svarað kalli stuðningsmanna Manchester United. Byrjunarlið dagsins er sóknarsinnað svo ekki sé meira sagt.
Paul Pogba kemur aftur inn í liðið á meðan þeir Marcus Rashford, Anthony Martial og Romelu Lukaki byrja sem fremstu þrír. Einnig eru Juan Mata og Victor Lindelöf í byrjunarliðinu.
Einnig snúa ZLATAN IBRAHIMOVIC og Marcos Rojo aftur í leikmannahópinn en þeir byrja leikinn á bekknum.