Manchester United byrjar 2017 á heimsókn til West Ham United í Lundúnum. West Ham leikur nú á nýjum velli, hefur sagt skilið við Upton Park, sem þeir kvöddu einmitt með leik gegn United í vor. Nú er leikið á Ólympíuleikvanginum í London og sýnist víst sitt hverjum um þann völl og stemminguna. Hamrarnir hafa átt misjöfnu gengi að fagna í vetur en það var aðeins í lok nóvember sem liðin mættust tvisvar með skömmu millibili. Náði West Ham í stig á Old Trafford en töpuðu svo 4-1 í Deildarbikarnum aðeins nokkrum dögum síðar. Vonandi verður okkar United í sama gír og þá þegar liðin mætast á morgun.
Heimsókn til Tony Pulis
Á morgun fer José Mourinho með sína menn í heimsókn á The Hawthorns. Þar munu þeir etja kappi við Tony Pulis og lærisveina hans. Pulis hefur verið í fréttunum undanfarið útaf dómsmáli sem tengist veru hans hjá Crystal Palace.
Embed from Getty Images
Það verður þó ekki sagt að dómsmálið hafi haft áhrif á hans menn í West Bromwich Albion en þeir eru aðeins sæti neðar en Manchester United í töflunni, með fjórum stigum minna. Markatala liðanna er líka keimlík en W.B.A hefur skorað einu marki meira en fengið á sig tveimur mörkum meira en United liðið. Það er því hörkuleikru framundan!